Jákvæð og neikvæð afstaða hjá utanríkisráðherra


    Utanríkisráðherra fær hrós fyrir að kalla heim íslenzkan
friðargæsluliða, sem starfar hefur sem upplýsingafulltrúi
á vegum þjálfunarverkefnis NATO í Írak. Með þessu er
Ísland að lýsa á taknrænan hátt andstöðu við stríðs-
reksturinn í Írak. - Þá er NATO komið á algjörar villigötur
með því að vera þátttakandi í stríðsátökum í framandi
heimsálfum. Á að halda sig við varnarhlutverk sitt við
N-Atlantsshaf eins og það var upprunalega stofnað til.
Ákvörðun utanríkisráðherra ber því að fagna.

   Hins vegar er utanríkisráðherra og ríkisstjórnin enn
við  sama heygarðshornið varaðandi framboð Íslands
til Öryggisráðs S.Þ.  Á blaðamannafundi í dag tilkynnti
utanríkisráðherra um meiriháttar fundarherferð í sam-
vinnu við alla háskóla landsins þar sem alþjóðamál og
framboðið til Öryggisráðsins verði kynnt. Framboðið var
frá upphafi meiriháttar rugl, og á eftir að kosta skatt-
greiðendur mikla fjármuni, sem betur væri varið í þarfari
hluti, ekki síst, þar sem líkurnar á að Ísland verði kosið í
ráðið eru hverfandi og nánast engar. - Þá er eins og
utanríkisráðherra ofurtúlki enn hlutverk Íslands í
alþjóðamálum, eins og ferð hennar til Mið-austurlanda
í sumar hefur sýnt og sannað. - Það er hættulegt, og
andstætt íslenzkum hagsmunum !!!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband