Hálfvelgjan hjá utanríkisráðherra


   Það er aldrei gott þegar stjórnmálamenn eru haldnir
hálfvelgju til mikilvægra mála, og allra síst ráðherra sem
fer með utanríkismál þjóðarinnar. Í Mbl. í dag segist
Ingibjörg Sólrún utanríkisráðherra telja að niðurskurður
á framlögum til framboðs Íslands til Öryggisráðs S.Þ  í
kjölfar umræðu á árinu 2004 og 2005 hafi verið svo
mikil að hætta sé á að Ísland verði af kosningu í ráðið.
Orðrétt segir utanríkisráðherra: ,, Það er alltaf vont að
fara út í hlutina af hálfum hug. Þegar Ísland ákveður að
bjóða sig fram til öryggisráðsins þá hefðu menn auðvitað
þurft að fara í það af heilum hug og standa bæði fyrir um-
ræðu innanlands  og reka málið erlendis."

   Hér er utanríkisráðherra að viðurkenna að framboðið sé
vonlaust, enda stjórnvöld farið í það MEÐ HÁLFUM HUGA
frá byrjun, en smat skal ruglinu haldið áfram með ófyrirsjá-
anlegum tilkostnaði. Hvers vegna ? Hvers vegna tekur 
ekki utanríkisráðherra af skarið og hættir við þetta óraun-
hæfa framboð sem hvort sem er var ekki farið í nema með
hálfum huga að mati ráðherrans ? Hvað hálfvelgja er þetta
eiginlega ?

   Mál sem ekki er farið í með heilum hug og áhuga á ekki
að framkvæma, og því síður að ausa í það af opinberu fé.

   Svo einfalt er það nú !



« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband