Forsćtisráđherra snuprar viđskiptaráđherra !
5.9.2007 | 21:25
Hvar í veröldinni gćti ţađ gerst ađ ríkisstjórn sé ŢVERKLOFIN
í jafn miklu grundvallarmáli og ţví hvort gjaldmiđill ţjóđar hennar
sé gjaldgengur eđa ekki ? Hvar í veröldinni yrđi ţađ liđiđ ađ sama
daginn sem viđskiptaráđherra lýsir yfir vantrú á gjaldmiđli ţjóđar
sinnar segir forsćtisráđherra alls ekkert kalla á gjaldmiđilsbreytingu?
Ríkisstjórn sem hefur svona gjörólíka sýn á sjálfum gjaldmiđli sinnar
eigin ţjóđar á ađ afsala sér völdum og fara frá ţegar í stađ...
Eitt ađ höfuđhlutverkum hverrar ríkisstjórnar er ađ skapa traust og
stöđugleika í efnahags- og peningamálum. Eitt af ađal hlutverkum viđ-
skiptaráđherra virđist hins vegar vera ađ grafa undan ţessum stöđug-
leika og tausti, međ sífelldum árásum á íslenzku krónumyntina, nú
síđast í dag. Svona háttarlag ráđherra gengur auđvitađ ekki, enda
snuprađi forsćtisráđherra í Kastljósinu í kvöld viđskiptaráđherrann.
Hann sagđi réttilega ekkert kalla á gjaldmiđilsbreytingu í evru eins
og viđskiptaráđherra ţrástagast á nćr daglega, íslensk fyrirtćki vćru
t.d međ gríđarleg viđskipti í dollurum, og jafnvel pundum, og nefndi ál,
ferđamennsku og mjölsölu í ţví sambandi. Ţá sagđist forsćtisráđherra
ekkert sjá sem kallađi á, ađ Íslendingar hrapi ađ niđurstöđu um jafn
mikilvćg mál og gjaldmiđlamál ţótt fyrirtćki eins og Straumur-Burđarás,
hefđi ákveđiđ ađ skrá hlutafé sitt í evrum.
Eftir ţessi skýru skilabođ forsćtisráđherra verđur viđskiptaráđherra
ađ gera annađ tveggja, ađ steinhćtta ítrekuđum árásum sínum á ţjóđar-
gjaldmiđil Íslendinga, eđa segja af sér ráđherradómi. Haldi klofningurinn
í ríkisstjórninni hins vegar áfram í stórmáli ţessu ber henni ađ segja af sér.
Ţví svona geta hlutir ekki lengur gengiđ.......
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Alveg sammála Guđmundur.
kv.gmaria.
Guđrún María Óskarsdóttir., 6.9.2007 kl. 00:50
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.