Hvenær verða framhaldsviðræður við Þjóðverja ?



  Í maí s.l fóru fram viðræður íslenzkra og þýzkra
embættismanna um öryggis-og varnarmál. Á fund-
inum kom fram áhugi hjá Þjóðverjum um aukið
samstarf við Íslendinga á þessu sviði. Þarna voru
hátt settir embættismenn úr utanríkis- og varnar-
málaráðuneytum Þýzkalands, en af Íslands hálfu
sátu fundinn embættismenn í utanríkis, dómsmála,-
og forsætisráðuneyti. Fundurinn átti sér stað áður
en ný ríkisstjórn tók við hér á landi.

   Á fundinum kom fram áhugi Þjóðverja að taka þátt
í heræfingum hér á landi, auk þess að þýzki flugherinn
kæmi hingað með vissu millibili til æfinga. En þýzki
flugherinn millilenti 122 sinnum á Íslandi í fyrra, en
það voru langflestar millilendingar erlendra flugherja
árið 2006 utan herflugvéla Bandaríkjamanna.

   Því er spurt. Hvenær verða framhaldsviðræður við
Þjóðverja ? Svo virðist að miklar breytingar séu að
verða í samstarfi þjóða á sviði öryggis-og varnarmála.
Ísland á nú í sérstöku samstarfi við Dani og Norðmenn.
Og nú berast fréttir af því að ekki bara Normenn og
Svíar stefna að stórauknu samstarfi í öryggis- og
varnarmálum, heldur vill norski utanríkisráðherrann að
Finnar komi inn í samstarfið líka, en hvorki Svíþjóð né
Danmörk eru aðilar að NATO. - 

  Þar sem Þjóðverjar eru eitt af öflugustu herveldum
heims og hafa ætíð sýnt Íslendingum einstaka vináttu
og virðingu, er ekki nema eðlilegt að þessar tvær vinar-
þjóðir eigi með sér gott samstarf á sviði öryggis- og
varnarmála, eins og á svo mörgum öðrum mikilvægum
sviðum. - Ekki verður því á annað trúað en að framhald
verði á þeim viðræðum við Þjóðverja sem fyrrverandi
ríkisstjórn lagði grunninn að s.l vor.......


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband