Hefjum viðræður við Þjóðverja !
6.9.2007 | 21:00
Það er alveg ljóst að ef það fer að verða nær daglegir
viðburðir að óþektar herflugvelar fljúgi inn í íslenzka
flugumsjónarsvæðið án þess að tilkynna sig, verður
að bregðast við því með viðeigandi hætti. Íslendingar
geta alls ekki sætt sig við að vera eina Nato-ríkið úti
á miðju Atlantshafi án neinna loftvarna.
Flug rússneskra herflugvéla upp að lofthelgi Íslands
í dag án þess að tilkynna sig er óþolandi ástand.
Norskar herþotur stugguðu þeim í dag frá lofthelgi
Noregs og Breskar herþotur voru sendar á loft til að
stöðva för rússneskra sprengjuflugvéla sem stefndu
inn í breska lofthelgi. Hins vegar voru ENGAR her-
þotur sendar til móts við hina óboðnu ,,gesti" til að
forða þeim að fara inn í íslenzka lofthelgi. Svona
ástand verður óþolandi ef fram heldur sem horfir.
Íslenzk stjórnvöld verða að fara þess á leit við NATO
í ljósi þessa, að herþotur frá bandalaginu verði stað-
settar á Íslandi. Margar vinarþjóðir okkar innan NATO
hafa sýnt okkur skilning á þessu, og má þar nefna
Norðmenn og Dani. Hins vegar er furðulegt að engar
framhaldsviðræður við Þjóðverja hafa átt sér stað,
þótt vilji og áhugi hafi komið fram hjá þeim í viðræðum
við íslenzk stjórnvöld í vor, að koma að loftvörnum
Íslands. Þjóðverjar eiga öflugan flugher, sem þeir
myndu gjarnan að fengi tækifæri till æfinga og eftirlits
við aðstæður eins og eru á Íslandi. Hvers vegna hafa
framhaldsviðræður við Þjóðverja ekki farið fram ?
Í dag virðast vinarþjóðir í auknum mæli vera að efna
til sérstaks samstarfs á sviði öryggis- og varnarmála
þvert á öll bandalög. Má þar nefna í dag viðræður
Norðmanna, Svía og Finna. Þar sem Þjóðverjar hafa
ætíð verið okkur einstök vinarþjóð er ekki nema eðlilegt
að við leitum til þeirra. - Á engils-saxa er ekkert að
treysta!!!
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Hana nú, eru ekki nema framsóknareignirnar farnar nudda sér upp við kálfana á þeim Þýzku, sem ætíð hafa verið okkur einstök vinaþjóð. Og rétt er það, að á Íslandi hafa alltaf verið einhverjir kallar og kellíngar sem þráð hafa vinskap Stór-Þýzkalands, líka þegar Hitler, Göbbels og Georing réðu þar ríkjum ... ojamm. Og nú vill vinur okkar allra, Guðmundur Jónas, líka í hinn Stór-Þýzka faðm því hann er hræddur við Rússa, hvernig sem á því stendur. Best væri náttúrlega, að biðja Rússa um að vernda okkur því þeir hafa ætíði reynst okkur vel og verið okkar vinir, stór-vinir meira að segja.
Jóhannes Ragnarsson, 6.9.2007 kl. 21:20
Jóhannes minn, ert alltaf við sama heygarðshornið, en met alltaf
húmor þinn og hreinskipti. Þú hefur væntanlega orðið var við
gjörbreytrta heimsmynd frá falli Berlínarmúrsins og hruni
Sovétríkjanna. Í kjölfar þess eru allrar þjóðir að endurmeta
stöðu sína og hagsmuni. Íslendingar eru þar engin undantekning.
En merkilegt nokk, þjóðir virast vera að styrkja samskipti sín
nú meir á grundvelli menningarlegra skyldleika. Kannski svar
við hinni miklu alþjóðavæðingu og mörgu því neikvæða sem
hennir fylgir. Þetta á ekki hvað síst við á sviði öryggis- og
varnarmála. Sjáum hvað frændir vorir Norðmenn, Svíar og
Finnar eru að gera, þvert á ólík Natotengsl. Veist hvað Þjóðverjar
tengjast okkur varðandi hinn forna norræna arf, og því ekkert
eðlilegra en við horfum til þeirra, líka á sviði öryggis- og
varnarmála. Þjóðverjum er alla vega hægt að treysta, eitthvað
sem alls ekki hægt er að segja um suma, eins og t.d þá sem
nýlega hafa yfirgefið Ísland með allt sitt hafurtask, sem betur
fer...........
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 6.9.2007 kl. 22:11
Alltaf hægt að treysta Þjóðverjum? Mig minnir nú að þeir hafi sagt eitthvað um að ætla að virða hlutleysi Danmerkur 1940. Það gekk ekki alveg eftir.
Það eina vitræna er að treysta ekki neinum. Gera bandalög við eins marga og hægt er en treysta á okkur sjálf um undirstöðuþættina.
Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 6.9.2007 kl. 23:41
Hans. Já, það er hægt að treysta Þjóðverjum, enda OKKAR fólk!
Gerum bandalag við hinar norrænu þjóðir og Þjóðverja í þessum málum, ásamt því að treysta á okkur SJÁLF sem er jú undirstaðan........
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 7.9.2007 kl. 00:45
Nató er búið að lýsa því yfir að Ísland verð varið ef að á það er ráðist. Hvað eiga ein eða 2 flugvélar skylt við loftvarnir og hver heldur þú að ráðist á Ísland? Heldur þú að Rússar mundu ráðast á okkur? Hryðjuverkamenn? Held að RÚSSAR séu ólíklegir og hryðjuverkamenn leiti sér að stærri skotmörkum á þjóðir sem þeir eru í stríði við. t.d. á herstöðvar Bandaríkjamanna Þýskalandi.
Ef einhver þjóð ætlar að ráðist á Ísland þá sendir hún bara 10 þotur og þá getur engar 2 til 4 vélar varið okkur.
Held að við eigum að halda okkur við að Nató bregðist við ef á okkur er ráðist. Og samningar við Norðmenn og fleiri eiga að minna aðrar þjóðir á það með því að hingað koma flugvélar reglulega. Held að það sé alveg nóg fyrir okkur.
Held við þurfum ekki að stressa okkur upp þó að Rússar fljúgi nálægt okkur. Þeir fóru ekki einu sinni inn í lofthelgi okkar heldur bara inn á flugumferðasvæðið. Og Bretar tóku svo á móti þeim með sínum flugvélum.
Magnús Helgi Björgvinsson, 7.9.2007 kl. 09:20
Sæll Guðmundur. Merkileg og áhugaverð umræða hér. Ég tel það ekki vera spurning um það að ráðist sé á Ísland, eins og Magnús Helgi nefnir hér sem dæmi að ofan. Ég held frekar að þjóð eins og Rússland gæti vel plantað sér hér með frekju, og neitt íslensk stjórnvöld til að hýsa sig á meðan þeir eru að brölta þetta. Skemmst er frá því að minnast þegar þeir, Rússar, voru með æfingar hér við land og létu engan vita. Það er þetta sem er pirrandi og í raun ólíðandi. Á því verður að vinna bragabót.
Hvað varðar Þjóðverja og liðsstyrk frá þeim. Það held ég sé vænlegur kostur og vel athugandi. Einnig finnst mér að samvinna við norðurlöndin hafi sýnt það, t.d. samvinna lögreglu og landhelgisgæslunnar við Dani og Norðmenn, að þessi lönd séu tilbúin einnig að styðja Ísland í öryggis- og varnarmálum.
Mín skoðun er sú að það er ekki hægt lengur að halda það að gamla góða Ísland sé eyland og sleppi við alla þá ógn sem að heiminum steðjar, og á ég þá sérstaklega við hryðjuverkaógn.
Með kveðju,
Sveinn Hjörtur , 7.9.2007 kl. 09:43
Magnús. Af hverju eigum við að sætta okkur við að ísland EITT
RÍKJA NATO sé ekki með trúverðugar lofvarnir? Það er bara óásættanlegt, og ekki síst ef hernaðarleg spenna fer vaxandi á
norðurslóðum m.a vegna kapphlaups um olíuauðlindir. Enda er hún þegar hafinn.
Sveinn. Framsóknarmenn eiga að koma með nýja sýn inn í öryggis- og varnarmálin. Tala fyrir norrænni samvinnu á því sviði, sem þegar er hafin, sbr Ísland/Danmörk og Noregur og nú
eru Norðmenn/Svíar og Finnar farnir að ræða stóraukið
samstarf í öryggis-og varnarmálum. Og takk fyrir Sveinn
hversu jálkvæður þú ert varðandi aðkomu Þjóðvera inn í slíkt
norrænt varnarsamstarf. Eigum að láta fullreyna á það
og gerast sérstakir talsmenn þess. Þjóðverjar hafa ætíð
litið á okkur Norðurlandabúa sem hluta af sínum ,,heimshluta"
byggðum á sameiginlegri menningararfleið.
Þar sem áhugi þeirra er fyrir hendi að koma inn í öryggis- og
varnarmálin eigum við að sjálfsögðu að nýta það. Svo megum
við ekki gleyma að auk þess sem Þýzkaland er eitt af öflugustu
herveldum NATO er það líka eitt af áhrifamestu ríkjum innan
ESB. Sterkt og gott og náið pólitíkst samband Íslands við
Þýzkaland er því mjög mikilvægt þar sem Ísland er utan ESB
en þarf að hafa við það mikil samskipti. Samvinna við Þjóðverja
í öryggis- og varnarmálum yrði mikilvægt skref í að styrkja
þau pólitisku tengsl.
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 7.9.2007 kl. 11:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.