Sigurður E. Hentar íslenzkan nokkuð frekar ?
7.9.2007 | 12:27
Stjórnarformaður Kaupþings, Herra Sigurður Einarsson,
fer mikinn í viðtali við Viðskiptablaðið í dag, og vill að Íslend-
ingar hendi krónu sinni. Segir hana ekki henta bankanum
sínum og ekki heldur íslenzku þjóðfélagi. Því eigum við að
taka upp evru og ganga í Evrópusambandið. Þessi orð
bankastjórans eru augljóslega svar hans við ummælum
seðlabankastjóra í gær þess efnis að hugmyndir erlendra
fræðimanna að Íslendingar ættu einhliða að taka upp evru
væru fáránlegar og grátbroslegar.
Viðbrögð Sigurðar koma hins vegar ekki á óvart. Þessi
ofur-kapitalisti með hátt í milljarð í árslaun finnst eðlilega
orðið of tímafrekt að telja öll launin sín í íslenzkum krónum.
1 evra er jú hvorki meir né minna en 88 krónur. En hvað
þá með íslenzkuna? Hentar hún nokkuð frekar banka-
stjóranum.? Gefur það ekki augaleið líka að það myndi
verða mun hentugra fyrir hann, banka hans og þjóð-
félagið í heild að taka upp annað tungumál á Íslandi sem
næði yfir mun stærra málsvæði en íslenzkan gerir í dag ?
Og hentar það nokkuð Sigurði lengur að Íslendingar hafi
full yfirráð yfir sínum gjöfulu fiskimiðum.? Því með inngöngu
í ESB kæmi Sigurður öllum fiskveðikvótanum á Íslandsmiðum
á opinn evrópskan uppboðsmarkað, þar sem hann gengi
kaupum og sölum. Já þar sem Sigurður gæti gerst helsti
milligöngumaður um söluna og hagnast enn meira fyrir sig
og bankann sinn. Og það í EVRUM !
Hentar sumum nokkuð að tilheyra íslenzku samfélagi og
grunngildum þess ? Þeir búa jú hvort sem er í allt öðrum
heimi!
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.