Hvað er að gerast í utanríkisráðuneytinu ?
7.9.2007 | 20:35
Í fréttum Sjónvarps í kvöld kom fram að Rússar sækjast
eftir samvinnu við Íslendinga um öryggis- og björgunarmál
á Norður-Atlantshafi. Var sagt að sendiherra Rússlands
hafi kynnt utanríkisráðherra tilboðið á fundi í júní en Rússar
hafi engin svör fengið. Hér er um stórfrétt að ræða. Líka
vegna þess að svo virðist sem utanríkisráðherra ætli ekki
að svara tilboðinu og þagga málið niður.
Íslendingar eiga þjóða mest hagsmuni að gæta að ekki
komi til óæskilegrar spennu á N-Atlantshafi og í norður-
höfum. Lykilinn að koma í veg fyrir slíkt er að byggja upp
samvinnu og skilning þjóðanna allra sem þar eiga hlut
að máli. Fyrir liggur t.d mikil aukning á siglingu olíuskipa
úr norðurhöfum umhverfis Ísland, og er því góð og öflug
samvinna á sviði öryggismála við þau ríki sem þar koma
við sögu bráðnauðsynleg. Rússland er eitt mikilvægast
þeirra. Þess vegna hljóta hagsmunir okkar og Rússa að
fara saman varðandi öryggis- og björgunarmál á Norður-
Atlantshafi. Það að utanríkisráðherra hafi enn ekki svarðað
Rússum um tilboð þeirra er því með öllu óskiljanlegt, og
einungis til þess fallið að byggja upp miskilning og spennu
milli ríkjanna, sbr. flug rússneskra herflugvéla í íslenzku
flugumsjónarsviði að undanförnu. Rússar hafa og eru ein
af okkar bestu vinarþjóðum.
Þetta leiðir líka hugann að málefnum Íslands og Þýzka-
lands í öryggis- og varnarmálum. Utanríkisráðherra situr
kannski á mikilvægum upplýsingum um hvar þau mál
standa, og ætlar sér að koma í veg fyrir mjög mikilvæga
samvinnu Íslendinga og Þjóðverja á sviði öryggis- og varn-
armála í framtíðinni, einkum á sviði loftvarna ?. Ef svo er,
þá er það mjög alvarlegt mál.
Því á sú spurning fyllilega rétt á sér. Hvað er eiginlega að
gerast í utanríkisráðuneytinu ? Er kannski önnur ferð til
Mið-austurlanda í undirbúningi ? Fókusinn allur suður um
höfin ?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Við ættum aldrei að taka þátt í neinu samstarfi sem fæli það í sér að eitthvað vopnað og rússneskt komi nær landinu en nauðsynlegt er.
Pólitísk menningararfleifð Rússa er bara þannig að þeir bera litla virðingu fyrir öðru en styrk og þeir eru uppvöðslusamir. Ég bæði vísa til reynslu Georgíumanna og annarra Austur Evrópuþjóða og harkalegs svars rússneska sendiherrans við umleitunum okkar um að þeir láti vita af ferðum sprengjuflugvéla sinna í því samhengi.
Samstarf við Rússa þar sem þeir halda sig sín megin á hafinu og við okkar megin gæti þó komið til greina.
Hinsvegar er það móðgun við þá að svara ekki.
Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 7.9.2007 kl. 20:48
Hans. Það er nú bara talin lágmarks kurteisi í samskiptum tveggja vinarþjóða að svara formlegum tilboðum. Í þessu tilviki alveg sérstaklega, því mikið er í húfi að vel verði staðið að öllum öryggismálum á N-Atlantshafi þegar risa olíuskip fara í stórauknu
mæli að siglan vestan-og austan megin við Ísland. Þess vegna
er það Hans stórmóðgun að svara ekki vinum okkar Rússum. Eins og hinn nýi sósíalidemókratiski utanríkisráðherra sé ekki búin að læra viss
grundvallaratriði í samskiptum við aðrar þjóðir.
Rússar já eru stolt þjóð eins og við Íslendingar, og tala nú
ekki um hina engil-saxnesku. Talandi um litla virðingu Rússa
fyrir öðru en styrk og uppvöðslusemi. Hvað með Breta ? Hernumu
þeir ekki Ísland á sínum tíma og beittu okkur hervaldi í 3
þorskastríðum? Man ekki eftir öðru. Rússar hafa hins vegar
ætíð sýnt okkur virðingu og vináttu eins og Þjóðverjar, eitthvað
sem alls ekki er hægt að segja um engil-saxa, og nú síðast
meirihæattar lítilsvirðingu Bandaríkjamanna gagnvart íslenzkum stjórnvöldum þegar þeir á sitt eindæmi rufu varnanrsamninginn og fóru á brott vega þeirra EIGIN HAGSMUNA. Svona þjóðum
er ekki hægt að treysta.
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 7.9.2007 kl. 21:40
Ég ætla svo sem ekki að halda því fram að engilsaxar séu neinir englar en Rússar eru að mörgu leiti enn fastir í 19. aldar stórveldispólitík þegar það kemur að milliríkjamálum. Ég vísa aftur í dæmin í fyrstu athugasemdinni.
Annars sagði einhver rússneskur utanríkisráðherra fyrir stuttu að það væri engin vinátta á milli þjóða, bara sameiginlegir hagsmunir og ég held að þetta sé í grunnin rétt. Þess vegna eru eðlilegustu bandalagsþjóðir okkar þær sem eiga svipaðra hagsmuna að gæta, þ. e almennra leikreglna og frjálsra viðskipta.
Annars eigum við ekki að treysta um of á aðra, Bandaríkjamenn, Rússa eða einhverja aðra, í þessum málum. Á endanum getum við bara treyst sjálfum okkur.
Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 7.9.2007 kl. 21:54
Þar erum við báðir hjartanlega sammála Hans. Á endanum getum
við best treyst okkur sjálfum. Af því ég veit að þú hefur pælt mikið
í þessum varnar-og öryggismálum. Þú veist hvernig staða okkar
er í dag. Hefur þú lagt fram hugmynd um hvernig þú vildir að við
kæmum inn í okkar varnar-og öryggismál næstu 5-10 ár ef þú
værir t.d varnar-og öryggismálaráðherra Íslands ? Komumst við nokkuð hjá því að byggja upp öryggis-og varnarsveitir ásamt öflugri Landhelgisgæslsu ? Þurfum við t.d ekki að hafa öfluga varnarsveit á Keflavíkurflugvelli, þannig að ekki verði hægt að
hertaka hann svona 1-2-og 3 ?
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 7.9.2007 kl. 22:12
Ég tel að við ættum að fylgja svipuðu módeli og Maltverjar. Það er ódýrt og hentar öryggisþörf smáþjóðar nokkuð vel.
Varnarlið þeirra myndar eina heild og skiptist í þrjár landdeildir, loftvarnadeild, sjódeild, flugdeild, stoðdeild og höfuðstöðvar.
Tvær af landdeildunum eru myndaðar af fastaliði og tiltækar undir eins. Önnur er bundin við flugvöllinn, ásamt loftvarnardeildinni en hin er staðsett í herstöðinni í Hal-Far og er tiltæk til viðbragðs. Þriðja deildin er fjölmennari, hefur varalið og ber aðal ábyrgð á beinum landvörnum og þáttöku í alþjóðlegum aðgerðum. Allt er þetta létt (motorized) fótgöngulið enda er Malta eyja.
Sjódeild og flugdeild heyra beint undir höfuðstöðvar varnarliðsins enda koma þær upplýsingar sem þær safna landvörnum við þótt deildirnar búi aðeins yfir varðskipum, eftirlitsflugvélum og björgunar/liðsflutningaþyrlum. Auk þess einfaldar það samhæfingu aðgerða við t.d hryðjuverka og smyglvarnir.
Ég tel tvímanalaust að landhelgisgæslan ætti að vera hluti af íslensku varnarliði. Ástæðurnar eru þær sömu og ráða ferð hjá Maltverjum og auk þess sú að það myndi einfalda búnaðarkaup. T.d voru kaup á NH-90 þyrlum í samfloti við Norðmenn nýverið útilokuð þar sem hún er framleidd sem herþyrla og getur því ekki haft borgaralega einkennismerkingu.
Sjódeild ætti að ráða yfir tveimur til þremur varðskipum búnum hraðvirkum 76mm fallbyssum með sjálfvirkum miðunarbúnaði (radar og laiser). Þannig gætu þau stöðvað skip úr 8 km fjarlægð. Að öðru leiti ættu þau að vera búin til almennra gæslustarfa enda myndum við ekki stunda sjóhernað.
Flugdeild ætti að búa yfir tveimur öflugum eftirlitsflugvélum í líkingu við þá sem er verið að kaupa. Með þeim væri hægt að skanna nær alla lögsöguna á nokkrum klukkutímum. Flugdeild ætti líka að búa yfir 4-6 stórum björgunar/flutningaþyrlum og af þeim ættu a.m.k tvær að vera með krók sem geði þeim kleyft að lenda á þyrlupöllum varðskipana (e.t.v ætti eitt þeirra að vera með flugskýli). Einnig ættum við að hafa 1-2 minni þyrlur þar sem þær eru ódýrari í rekstri og jafn góðar til sumra björgunarstarfa.
Við ættum að hafa tvær landdeildir (battalion). Önnur myndi sinna öryggi á Keflavíkurflugvelli en hin skaffa mannskap til alþjóðverkefna (áherslur í þjálfun og hlutfall fasta og varaliðs væri mismunandi). Þær hefðu fastalið upp á um 6-800 manns og með varaliði myndu þær telja um 1800 hermenn.
Þetta væri létt fótgöngulið en það væri ekki vitlaust að eiga ca. 20 meðalþunga brynvagna tiltæka.
Sérstök stoðdeild myndi sjá um skotfærageymslu, sprengjueyðingu, verkfræðistörf, þungaflutninga o.fl fyrir allar deildir.
Við ættum að hafa eina loftvarnasveit sem heyrði beint undir höfuðstöðvar (e.t.v mætti efla hana með varaliði á hættutímum). Hún myndi sjá um varnir gegn lágfleygum flugvélum fyrir Keflavíkurflugvöll Ratsjárkerfið teldist sér sveit og heyrði líka beint undir höfuðstöðvar. Sérstök gagn-hryðjuverkasveit (ca. 30 menn) myndi heyra beint undir höfuðstöðvar. Sérsveit ríkislögreglustjóra yrði lögð niður og skipulag vopnaðrar lögreglu yrði svipað og á Bretlandi.
E.t.v væri ekki vitlaust að eiga eitt batterí af léttum fallbyssum tiltækar.
Lið af þessu tagi gæti tryggt yfirráð okkar í landi og í efnahagslögsögu, fylgst með lofthelginni, fengist við allar smærri ógnir á borð við hryðjuverk, tekið þátt í bandalagsverkefnum og væri líklega eina varnarliðið sem við þyrftum hérna á ófriðartímum sé litið til þess hve sterkir bandamenn okkar eru á sjó og í lofti. Ef ástandið yrði hættusamara í okkar heimshluta væri hægt að byggja upp af því mun öflugra varnarlið á 3-4 árum.
Mér reiknast til þess að í heildina teldi allt liðið um 1200 fastaliða og næði 3500 manna styrk með varaliði. Kostnaður yrði innan við 1,5% af VLF (reiknað miðað við kostnað nágrannaríkja af svipuðum einingum)sem er nokkuð ódýrt sé litið til varnarútgjalda nágrannaþjóða. Ég geri ráð fyrir að lið af þessu tagi gæti verið fullbúið og tilbúið um 10 árum eftir að ákvörðun hefur verið tekin um að stofna það.
Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 7.9.2007 kl. 23:46
Mannafla og kostnaðartölurnar eru miðaðar við að við værum ekki með neitt af því sem ég setti "e.t.v" framan við. Það myndi bætast við.
Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 7.9.2007 kl. 23:50
Hans. Takk fyrir mjög athyglisverðar og góðar upplýsingar. Sé og veit að þú hefur mikið hugleitt þessi mál. Finnst þú ættir t.d að skrifa um þessi mál t.d í Morgunblaðið um plan til næstu 10 ára um hvernig við gætum á fullnæhjandi hátt komið að og byggt byggt upp okkar öryggis-og varnarmál. Því þetta er umræða sem þjóðin kemst ekk hjá að taka nú þegar við verðum að standa á eigum fótum í þessum málum svo framanlega sem við ætlum okkur að vera sjálfstæð og fullvalda þjóð. Það er óþolandi að vinstrisinnaðir örfáir rugludallar fái að halda umræðunni um
þessi mál nánast í gislingu.
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 8.9.2007 kl. 11:54
Ég geri það líklega með tíð og tíma. Annars er ég ennþá að stúdera herfræðin og myndi ekki kalla þessa hugmynd að Íslensku varnarliði fullmótaða.
Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 8.9.2007 kl. 19:25
Eitt í lokin Hans. Hefur þú kynnt þér vopn nýja varðskipsins sem
er í smiðum, t.d hvort fallbyssur þess séu af þeirri gerð sem þú
telur æskilegt? Hvers vegna getur björgunarþyrla ekki líka verið
herþyrla ef á þarf að halda ? Voru bandarisku þyrlunar ekki hvort
tveggj ?
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 8.9.2007 kl. 20:10
Mig minnir að upprunalega hafi verið gert ráð fyrir 57mm fallbyssu en því hefur núna verið breytt í 40mm Bofors byssu sem er sama byssa og er á hinum varðskipunum.
Þær eru algengar á varðskipum en þá erum við að tala um varðskip landa sem hafa öflugri herskip til taks. Þessar byssur eru í raun hannaðar sem loftvarnarbyssur. Það væri ekki einfalt að stöðva skip sem ekki vill stöðva með þeim þótt að það sé hægt að nota þær til þess að hræða fiskimenn. Skip yrði stöðvað á stuttu færi og spurning hvað myndi gerst ef viðkomandi gæti skotið til baka, t.d með þungri vélbyssu. Þá þyrftum líklega bara að hringja í Kanann.
Byssan sem ég var að hugsa um var 76mm Oto Melara en þær eru algengar á herskipum. Slíkri byssu er hægt að miða með radar og ef þess þyrfti gæti hún skotið 85 skotum á mínútu á skotmarki í 8 km fjarlægð. Hún er hárnákvæm á stuttu færi og gæti skotið beint í skrúfu skips ef þess þyrfti.
Írar, sem eru bara með varðskip í sínum flota, búa stærri skip sín Oto Melara byssum enda vilja þeir ekki vera öðrum háðir um almenna löggæslu á hafinu á friðartímum.
Þyrlur geta vissulega verið bæði björgunar og herþyrlur. Þyrlur bandaríska hersins voru hvort tveggja. Vandamálið er bara að NH-90 þyrlan er eingöngu markaðasett sem herþyrla af Eurocopter og ekki hægt að skrá hana alþjóðlega sem borgaralega þyrlu.
Þetta breytir litlu fyrir framleiðandann enda heyra nær allar gæslustofnanir heims undir heri sinna landa. Menn voru hræddir um að draga úr "borgaralegu eðli" gæslunnar sem reyndar er vafasamt til þess að byrja með. Vopnuð skip sem starfa utan 12 mílna landhelgi (þar sem landslög viðkomandi lands gilda) er á mjög gráu svæði í þeim efnum. Ég sé t.d ekki að gæslan teljist borgaraleg með sama hætti og léttvopnuð lögregla skv. Genfarsáttmálanum (ég man ekki til þess að það sé gert ráð fyrir borgaralegri löggæslu utan 12 mílna).
Annars er ekki víst að NH-90 hefði hentað okkur best. Ég tók þetta bara sem dæmi um óþarfa flækjur sem fylgja "borgaralegri" stöðu gæslunnar.
Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 9.9.2007 kl. 01:22
Hans. Mér finnst út í hött fyrst við erum að byggja stórt og öflugt
varðskip að það sé ekki vel vopnað til sem flestra aðgerða á hafinu
umhverfis Ísland bæði á friðar og hættutímum. Fullkomnar og
öflugar fallbyssur hljóta að vera eitt að slíkum mikilvægum tækjum.
Skora á þig Hans að vekja athygli á svona augljósum hlutum.
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 9.9.2007 kl. 11:44
Reyndar væri líklega hægt að stöðva skip með því að sigla upp að því og skjóta brúnna bókstaflega í klessu (Boforsbyssurnar hafa mikinn skothraða) ef að það er nóg af skotfærum um borð í varðskipinu. En það gæti verið áhættusamt fyrir okkar menn og ekki endilega möguleiki ef það eru saklausir borgarar um borð.
Ég tel að það væri til lítils að vekja athygli á þessu einu og sér svo lengi sem menn eru á því að halda í "borgaralegt eðli" gæslunnar. Þá munu menn vilja minnstu mögulegu byssu.
Það þarf almenna hugarfarsbreytingu. Fólk þarf að skilja það að ríki geta ekki sagt sig úr leik í þessum málum. Herleysi okkar fyrstu 60 ár sjálfstæðisins voru möguleg vegna þess að kringumstæður voru mjög sérstakar, varnarmálahagsmunir okkar voru samofnir hagsmunum stórveldis. Þessar kringumstæður hafa breyst.
Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 9.9.2007 kl. 18:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.