Áróðri Evrópusambandssinna svarað...
8.9.2007 | 17:08
Áróður Evrópusambandssinna er mjög áberandi þessa
daganna, og beininst nú einkum að því að koma þjóðinni
í trú um að gjaldmiðill hennar sé ónýtur og því skuli taka
upp evru. Í þessu gleymist sú staðreynd að þrátt fyrir
íslenzka krónu hefur hagvöxtur á Íslandi verið miklu
meiri á undanförnum árum en í ríkjum ESB og EKKERT
atvinnuleysi (höfum þurft að flytja inn milli 20-30 þúsund
útlendinga á s.l árum) meðan atvinnuleysið hefur verið
mikið vandamál í ríkjum ESB. Á íslandi hefur ríkt míkið
þensluskeið og uppbygging. Hinar stórbrotnu framkvæmdir
fyrir austan hefðu ALDREI geta orðið ef hér hefði verið
FAST GENGI. En einmitt fyrir hið FLJÓTANDI GENGI krón-
unnar tókst okkur að aðlaga efnahagslífinu þessum stór-
framkvæmdum. Með FÖSTU gengi værum við því að taka
ákvörðun um STÖÐNUN til langframa og ATVINNULEYSI
með tilheyrandi KJARASKERÐINGU. Viljum við það? Hins vegar
er það fyrirkomulag sem við höfum á gengismálum í dag,
að krónan sé ALGJÖRLEGA FLJÓTANDI, ekkert eilíft ástand.
Einmitt vegna þess að við höfum OKKAR eigin gjaldmiðil í
dag þá er það pólitísk ákvörðun OKKAR SJÁLFRA hvernig
við komum okkar gengismálum fyrir hverju sinni. Það
gætum við ALLS EKKI með ERLENDA MYNT og sem tæki
auk þess EKKERT tillit til okkar aðstæðna hér uppi á Ís-
landi.
Það sama gildir um vextina og verðtrygginguna. Þetta
er allt háð pólitískri ákvörðun OKKAR SJÁLFRA hverju
sinni. Stór hluti hárra vaxta á Íslandi er vegna gríðarlegar
spennu í atvinnulífinu, gjörólíkt því sem er í Evrópu. Seðlabanki
Evrópu myndi ALDREI horfa til ástands efnahagsmála á
Íslandi þegar hann ákveður vaxtakjör. Seðlabanki Íslands
horfir EINGÖNGU á efnahagsáastandið á ÍSLANDI þegar
hann ákveður vaxtakjör. Viljum við afsala okkur þessu
mikilvæga valdi til Brussel ? Að búa við vexti án neins
tillits til efnahagsmála á Íslandi.? Slíkt gæti að sjálfsögðu
haft mjög alvarlegar afleiðingar í för með sér. Þessu er
haldið leyndu fyrir þjóðinni af ESB-sinnum.
Sama á um verðlag t.d á matvörum. Það er ALGJÖRLEGA
háð ákvörðun stjórnvalda hverju sinni og hefur EKKERT
með evru eða ESB að gera. Tollar, skattar og gjöld á
íslenzk matvæli eru ALFARIÐ í höndum íslenzkra stjórnvalda
hverju sinni , og ENGRA ANNARA!
Og í lokin eitt mikilvægt dæmi sem útilokar að Íslnd gangi
í ESB. Með inngöngu Íslands í ESB myndi ALLUR fisk-
veiðkvóti af Íslandsmiðum sjálfkrafa færast á evrópskan
uppboðsmarkað. Í dag fer ALLUR virðisauki af kvótanum
beint inn í íslenzkt hagkverfi burtséð hvaða ÍSLENZKIR
aðilar eiga hann. Með inngöngu Íslands í ESB gæti þessi
dýrmæti kvóti með tíð og tíma verið keyptur út úr íslenzku
hagkerfi til annara ESB-ríkja og þar með virðisaukinn.
Hver vill það ?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:11 | Facebook
Athugasemdir
Mjög góður pistill Guðmundur, tek undir hvert einasta orð þitt í þessu efni.
kv.gmaria.
Guðrún María Óskarsdóttir., 9.9.2007 kl. 00:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.