Munu kratar bregða fæti fyrir álveri í Helguvík ?



   Nú verður fróðlegt að fylgjast með á næstunni hvort kratar
með iðnaðar-um umhverfismálaráðherra í broddi fylkingar
muni bregða fæti fyrir byggingu álvers í Helguvík. Norðurál
hefur skilað endanlegri skýrslu vegna mats á umhverfis-
áhrifum álvers í Helguvík til Skipulagsstofnunar. Segist
forstjóri Norðuráls við Rúv í dag gera ráð fyrir að álit
Skipulagsstofnunar geti legið fyrir í lok sept, en umsögn
Umhverfisstofnunar um skýrsluna sé jákvæð.

   Hér er stórpólitískt mál á ferðinni fyrir ríkisstjórnina.
Munu kratar koma í veg fyrir byggingu álvers í Helguvík ?
Hvernig bregðast sjálfstæðismenn við því ?  Enn eitt
deilumálið í uppsiglingu innan ríkisstjórnarinnar ?

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Nei, leyfið hefur ekki verið veitt. En afstaða til þess verður að
taka innan skammst. Vitað er að sjálfstæðismenn á suðurnesjum
munu ganga hart eftir því. Þess vegna er spurt.

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 9.9.2007 kl. 17:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband