Formaður viðskiptanefndar hleypur til handa og fóta
9.9.2007 | 21:06
Jú. Þetta fer nú að verða heldur grátbroslegt allt saman.
Formaður Viðskiptanefndar Alþingis, Ágúst Ólafur Ágústsson,
birtist á skjánum brúnaþungur í kvöld og upplýsti, að hann
og nefndarmenn sínir munu heimsækja helstu fjármálafyrir-
tæki landsins næstu daga, til að ræða um framtíð íslenzkrar
krónu, og þá væntanlega með upptöku evru í huga, eins og
skoðanarbróður hans og stórkapitalistinn Sigurður E hjá
Kaupþingi hefur krafist. Spurning hvort aðrir nefndarmenn
ætli að fara að dæmi Ágústar, og hlaupa til handa og fóta
líka með honum. Því bæði seðlabandastjóri og framkvæmda-
stjóri Samtaka atvinnulífsins hafa talað gegn því að tekin
verði upp evra, og því síður án aðildar að því bandalagi sem
hún tilheyrir.
Það er augljóst að kratarnir ætla að nýta sér ástand
óróa á gjaldeyris-og peningamörkuðum heimsins til hins
ýtrasta til að ná þeim markmiðum sínum fram, að Ísland
gangi í Evrópsambandið og taki upp evru. Þetta er eins-
dæmi að ráðherra eins og viðskiptaráðherra og áhrifa-
miklir stjórnmálamenn eins og formaður viðskiptanefndar
heils þjóðþings, gangi fram með þessum hætti, og tali
markvíst niður gjaldmiðil sinnar eigin þjóðar. EINMITT
Á SAMA TÍMA þegar krónan ásamt fjölda annara gjald-
miðla eiga í vök að verjast í þeim mikla tímabundna ólgu-
sjó sem alþjóðlegir peningamarkaðir ganga nú í gegnum.
Þetta er ljótur leikur. Ætla virkilega aðrir nefndamenn
Viðskiptanefndar Alþings að taka þátt í honum ?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ég vona ekki Guðmundur en missti af fréttum en auðvitað hefur viðskiptaráðherrann bakkað upp félaga sinn Águst til yfirlýsingasjónarspils í þessu efni.
Verði mönnum að góðu, þeir muna ekki uppskera eins og þeir sá .
kv.gmaria.
Guðrún María Óskarsdóttir., 10.9.2007 kl. 01:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.