Krónan, hvað er málið ?


  Gjaldmiðlabreyting hefur míkið verið í umræðunni að undaförnu,
og margir sagt krónuna ónýta, og að taka beri upp nýja mynt,
og hefur evran verið þar aðallega nefnd. ,,Flöktið" á krónunni
hefur verið talið henni helst til  lasta upp á síðkastið. Að taka
upp evru án þess að ganga í Evrópusambandið er hins vegar
ekki talin vænlegur kostur, líka af ESB-sinnum.

  En hvað er málið? Íslenzk króna er OKKAR gjaldmiðill sem við
Íslendingar RÁÐUM ALFARIÐ YFIR hverju sinni. Í dag hafa ÍSLENZK
stjórnvöld ákveðið að hafa krónuna, gengið, FLJÓTANDI, þannig
að það ráðist af framboði og eftirspurn hverju sinni. Það býður upp
á gengisbreytingar, mismiklar frá öðru tímabili til annars. En þetta
þarf alls ekki að vera svo. Getum t.d ákveðið gengið einn daginn.
og þá t.d með hagsmuni okkar útflutnings í huga, og bundið það
fast við annan gjaldmiðil, (Danska/norska krónu, pund, dollar,
evru eða hvaða gjlaldmiðil sem er) með kannski  1-8 % frávikum
í plús eða mínus með hliðsjón af framboði og eftirspurn. Þannig
yrðu gengissveflunar mun minni en þær eru  nú í algjöru fljótandi
gengi.  Auk þess værum við þá áfram með okkar EGIN gjaldmiðil
sem á  að endurspegla efnahagsástandið Á ÍSLANDI en ekki
annars staðar í heiminum, þar sem hagsveiflur eru allt aðrar en
hér.  Vextir myndu snarlækka í kjölfarið enda stórar gengissveiflur
með tilheyrandi verðbólguskotum úr sögunni.



« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband