ESB. Ef spurt yrði um afsal auðlinda og sjálfstæðis ?
10.9.2007 | 17:26
Það er alveg ljóst, að ef þjóðin yrði spurð beint um það
hvort hún væri tilbúin til að afsala sér yfirráðarétti sínum
yfir sinni helstu auðlind, fiskimiðunum, og ýmsu öðru
mikilvægu afsali varðandi sjálfstæðismál þjóðarinnar, yrði
niðurstaðan allt önnur en fram kemur í Capacent í dag.
Niðurstaðan er því ekki marktæk í því ljósi.
Með aðild Íslands að ESB myndi öll fiskveiðistjórnunin
færast til Brussel. Og þótt við fengum einhverjar undan-
þágur, sem aldrei yrðu sem máli skiptir, þá yrði eitt
mikilvægasta og alvarlegasta málið eftir. Allur fiskveiði-
kvóti á Íslandsmiðum myndi SJÁLFKRAFA allur færast
á uppboðsmarkað innan ESB-ríkja. Með tíð og tíma
gæti kvótinn verið keyptur úr landi og allur sá virðis-
auki sem honum fylgdi. Bretland er besta dæmið um
slíkt kvótahopp, enda sjávarútvegur Breta nánast í
rúst. Ef þjóðin yrði spurð hvort hún samþykkti slíkt er
alveg víst að mikill meirihluti hennar yrði því mótfallinn,
og myndi hafna aðild Íslands að ESB.
Þá eru ótal önnur atriði sem þjóðin yrði að afsala sem
hún myndi ekki vilja yrði hún spurð að því. Eins og því
að með ESB-aðild afsalaði þjóðin sér mikilvægum rétti til
að gera viðskiptasamninga við ríki utan ESB, eins og
Bandaríkin, Rússland, Kína og Japan svo dæmi séu
nefnd. Ótal önnur neikvæð atriði mætti nefna..
En, ekki skrítið þótt ESB-sinnar kætist yfir niðurstöðu
Capacent í dag, og notfæra sér hana. En hún er skamm-
vinn, þegar mikilvægustu spurningarnar er hvorki bornar
fram né svarað......
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.