Titringur meðal sjálfstæðismanna


   Björgvin Sigurðsson viðskiptaráðherra hefur að undanförnu
beinlínis tekið þátt í því að tala gjaldmiðil þjóðarinnar norður
og niður, einmitt á þeim tíma sem er mikil ólga á gjadeyris-
og peningamörkuðum heims. Þetta er fáheyrt ef ekki eins-
dæmi að ráðherra, og það viðskiptaráðherra, skuli leyfa sér
að tala svona  um þjóðargjaldmiðil þjóðar sinnar, einmitt
þegar krónan á í vök að verjast, eins og margir aðrir gjald-
miðlar á þeim óróatímum sem nú ríkja á peningamörkuðum
heims. Þess  vegna kemur það ekki á óvart, að sjálfstæðis-
menn titri vegna ummæla viðskiptaráðherra og evruáhuga
hans eins og fram kemur í Viðskiptablaðinu í dag hjá Örnu
Scram.  Sagt er að ónafngreindir þingmenn  Sjálfstæðisflokks-
ins telji viðskiptaráðherra hafa farið mjög óvarlega, því orð
hans sem slíks hafi meira vægi en annara í þessum efnum.
Haft er eftir þingmönnum Sjálfstæðisflokksins að ,, Ráðherrann
megi ekki gleyma því að hann sé nú kominn í stjórnarsamstarf.
Í slíku samstarfi gildi önnur lögmál en í stjórnarandstöðu.
Samstarfið sé byggt á sameiginlegri stefnuyfirlýsingu ríkis-
stjórnarflokkanna."

   Það er ánægjulegt þegar sjálfstæðismenn eru nú farnir
að rumska í hverju málinu á fætur öðru þar sem kratar
fara nánast offari. Það er nefnilega með engu móti boðlegt
lengur hvernig viðskiptaráðherra hefur sýnt mikið ábyrgðar-
leysi í gaspri sínu um gjaldeyris- og gjaldmiðlamál að undan-
förnu. Með slíku vítaverðu  ábyrgðarleysi væri slíkur ráðherra
löngu verið búinn að láta taka pokann sinn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Á þá samstarf við sjálfstæðisflokkinn að fela það í sér, að samstarfsflokkurinn skuli taka undir allar skoðanir þeirra? Þá hefur eitthvað farið fram hjá mér.

Sumar skoðanir sjálfstæðismanna eru einfaldlega ekki samstarfshæfar. Það á við um andstöðu þeirra við EES samninginn á sínum tíma. Það á ekki síður við um andstöðu þeirra við Evruna og Evrópusambandið.

Trygger (IP-tala skráð) 11.9.2007 kl. 10:49

2 Smámynd: Fannar frá Rifi

Ríkisstjórnarsamstarf:

Samstarf tveggja eða fleyri þingflokka um stjórnun á löggjafar- og framkvæmdarvaldi á Íslandi. Þessir flokkar vinna sameiginlega að málefnum sem þeir semja um sín á milli. Samstarf þeirri byggir á því að þeir vinni náið saman og tala einni röddu til þess að samstarfið slitni ekki vegna spennu og óróa. Einhliða yfirlýsingar annarsstjórnarflokksins leiða til spennu í hinum og traust milli flokkanna minkar. Það leiðir af sér verri stjórnun og sem bitnar á öllum landsmönnum. 

Fannar frá Rifi, 11.9.2007 kl. 10:58

3 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Það var ekki við öðru að búast en þetta yrði erfitt samstarf og mun koma betur í ljós þegar þingið kemur saman.

Jakob Falur Kristinsson, 11.9.2007 kl. 15:29

4 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Það hefur aldrei verið hægt að stjórna með krötum. Geir lét
Þorgerði Katrinu plata sig, því hún er svo holl undir krata af
skiljanlegum ástæðum. Bjargaði pólitískri framtíð vinkonu
sinnar, Ingibjargr.

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 11.9.2007 kl. 16:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband