Vonandi vel búið og vopnað varðskip


   Á Vísir.is er sagt frá því að ekki fáist upplýsingar hvernig
hið nýja íslenska varðskip sem er í smiðum verði vopnum
búið. Landhelgisgæslan neiti að upplýsa það, þótt á netinu
sé hægt að fá upplýsingar um t.d hvernig öflugustu herskip
Bandaríkjanna, Breta Frakka og Rússa séu vopnuð.

  Aðalatriðið er að þetta nýja öfluga varðskip verði vel búið
öllum tækjum og vopnum sem völ er á. Ekki síst í ljósi gjör-
breyttra aðstæðna í varnar-og öryggismálum þjóðarinnar.
Landhelgisgæslan mun þróast í það að sinna líka varnar-
málum þjóðarinnar á næstu misserum og árum. Hún mun
því ekki bara þjóna borgaralegum verkefnum í framtíðinni.
Það er kominn tími til að þjóðin fari að ræða sín öryggis-
og varnarmál á opinskáan og vitrænan hátt eins og
sjálfstæðri þjóð sæmir. 

  

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband