Kemur tvítyngd stjórnsýsla krata á óvart ?
24.9.2007 | 19:58
Varaformaður Samfylkingarinnar Ágúst Ólafur Ágústsson
hefur sett fram þá kenningu að taka beri upp tvítyngda
stjórnsýsla á Íslandi, með enskri og íslenskri tungu, jafn-
réttháa hvor annari, til að þóknast betur erlendu auðvaldi.
Margir hafa réttilega undrast slíka hugmynd, enda í eðli
sínu stórfurðuleg. En þarf hún nokkuð að koma svo á óvart?
Hvað er krötum heilagt þegar ÍSLENZK TILVERA er annars
vegar?
Í þessu sambandi má minna á að einu efasemdaraddirnar
sem komu fram um stofnun lýðveldis á Íslandi 1944 komu
úr röðum krata. Þess vegna er barátta þeirra t.d fyrir inn-
göngu Íslands í Evrópusambandið afar skiljanleg, með til-
heyrandi fullveldis- og þjóðfrelsisskerðingu. Í ljósi alls þessa
ber að skoða furðuhugmyndir Ágústar Ólafar um nánast af-
tengingu íslenzkrar tungu á Íslandi.
Að lokum, talandi um kratiska hagræðingu í íslenzku sam-
félagi, má minna á að í vetur kom út hugverk, en höfundur
þess tengist mjög varaformanni Samfylkingarinnar. Þar var
þeirri ,,snjöllu" hugmynd komið á framfæri, að það yrði mjög
mikil samfélagsleg hagræðing í því að flytja inn um þrjár mill-
jónir útlendinga. Ísland væri það stórt og gjöfult, að slíkur
mannfjöldi yrði þar mjög æskilegur. -
Menn geta svo velt fyrir sér hvað yrði um íslenzka tungu og
ÍSLENZKA TILVERU ef slík ,,stórfengleg" kratisk áform yrðu að
veruleika...........
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:27 | Facebook
Athugasemdir
Rugludallapólítík af þessum toga er með ólíkindum og viðkomandi lítt til álitsauka.
kv.gmaria.
Guðrún María Óskarsdóttir., 25.9.2007 kl. 01:10
að gera eitthvað tungumál annað íslensku að ríkisstungu? ensku? afhverju ekki bara dönsku?
Mér þykja kratarnir vera farnir á hættulega braut. Þeir jaðra við það að vera landráðamenn. þeir eru tilbúnir að gera stjórnarskrá Íslands að annarsflokks laga pappír. tilbúnir að gefa íslenska fjármála stjórnun til erlendra aðila. tilbúnir að gefa sjálfræðið upp með því að gefa framkvæmdar og löggjafarvaldið í endur erlendra yfirvalda.
nei bíddu við er þetta ekki skilgreininginn á því hvað það er að vera landráðsmaður?
Fannar frá Rifi, 25.9.2007 kl. 11:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.