Er klofningur í Evrópumálum innan Sjálfstæðisflokksins að koma fram ?


   Ljóst er að sterk öfl innan Sjálfstæðisflokksins knýja nú fast á
um stefnubreytingu flokksins í Evrópumálum.  Það eru þau sömu
öfl  sem knúðu fram stjórnarsamstarf við Samfylkinguna í vor,
þótt aðrir vænlegri kostir væru í boði.  Með Samfylkingunni sem
hefur það á stefnuskrá sinni að ganga í Evrópusambandið og
taka upp evru, myndi verða hægt að ná fram stefnubreytingu í
Evrópumálum á kjörtímabilinu. Þess vegna var stjórnarsáttmálin
hafður mjög opinn hvað það varðar, enda hefur utanríkisráðherra
ítrekað það nýlega, að ekkert í stjórnarsáttmálanum hamlaði því,
að sótt yrði um aðild að  ESB á kjörtímabilinu. Nýlega átti utan-
ríkisráðherra fund út í Brussel með tveim lykilmönnum, sem fara
munu  með samningsumboð ESB gagnvart Íslandi, kæmi til um-
sóknar þess. Þannig að svo virðist sem fullt skrið sé komið á
málið innan utanríkisráðuneytisins.

  Nú hefur það gerst að ESB-sinnum innan Sjálfstæðisflokksins
hafa bæst liðsauki úr þingmannahópi Sjálfstæðisflokksins. Þar
er á ferð þingkonan Guðfinna S Bjarnadóttir, sem kallar ekki
bara eftir umræðu um upptöku evru, eins og ungir sjálfstæðis-
menn kalla nú á. Guðfinna vill líka opinskáa umræðu um aðild
Íslands að Evrópusambandinu. Þannig fara átökin innan
Sjálfstæðisflokksins  stígmagnandi frá degi hverjum um Evrópu-
málin. Ekki síst vega mikils þrystings frá samstarfsflokknum
í ríkisstjórn. Hann veit af veikleikanum innan Sjálfstæðisflokks-
ins og hyggst nýta sér hann til hins ýtrasta. Þar er komin
ástæðan fyrir því kvað krötum hafa liðist ýmislegt að undan-
förnu.

  Sjálfstæðisflokkurinn er stór flokkur enda samanstendur af
fjölmörgum ólíkum hagsmunahópum. Davíð Oddsson var mjög
sterkur foringi sem tókst að halda flokknum saman, þ.á.m í
hinu stórpólitiska hitamáli sem Evrópumálin eru. Nú nýtur
hans ekki lengur við, og flokkurinn er kominn í ríkisstjórnar-
samstarf við mjög ESB-sinnaðan flokk. Stjórnarsamstarf sem
haglega getur leitt til alvarlegs klofnings innan Sjálfstæðis-
flokksins. - Þá yrði markmiðum Ingibjargar Sólrúnar og félaga
náð.....................

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll nafni, það er nú meira en lítið sérkennilegt ef ekki má ræða einstök mál. Allt frjálslynt og vel upplýst fólk veit að umræða er besta leiðin til að fá vitræna niðurstöðu.

Besta dæmið um nauðsynvitrænnar umræðu er bilunin hjá þeim Halldóri Ásgrímssyni og Davíð Oddssyni, þegar þeir ákváðu að gera Ísland að stríðsþjóð í fjarlægum heimshluta. Ef umræða hefði farið fram um málið er næsta víst að gerræði þessara manna hefði verið afstýrt. Hins vegar kláruðu þeir pólitískan feril sinn með þessu athæfi sínu — og er það vel. Þetta gerræði slátraði líka Framsóknarflokknum. Reyndarfinnst mörgum að þetta stríðsbrölt þeirra félaga hafi verið þess virði úr því að Framsókn hrundi.

En umræða á ekki að geta verið til tjóns, rétt hjá þér að Davíð náði að banna sínum mönnum umræðu um ESB. Það er þekkt aðferð að banna umræðu og hefur verið notuð í öllum verstu einræðisríkjum heims. Ekki viljum við það.

Og árangurinn???????????

Guðmundur Sigurðsson (IP-tala skráð) 27.9.2007 kl. 22:51

2 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Já heill og sæll nafni, svetungi, og eðalkratinn sjálfur. Í ljósi þess 
skil ég mæta vel ummæli þín hér, en nota tækifærið og skora á þig að innrita þig hér á Moggabloggið. Því þú hefur  svo ótal margt til 
málana að leggja, þekki þig það vel, þótt við verðum mjög seint eða ALDREI sammála. Kveðja. Guðm.Jónas

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 28.9.2007 kl. 00:32

3 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Án efa mikið rétt Guðmundur.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 28.9.2007 kl. 01:18

4 Smámynd: Fannar frá Rifi

Mín skoðun er sú að upptaka á evru til að laga efnahagsmálinn sé eins og að beita hamri á ímyndunarveiki. Við búum ekki við efnahagsvandamál. Við búum við góðærisvanda. Við höfum búið svo lengi svo vel að þegar okkur lýst ekki á eitthvað þá er í lagi að kasta öllu burt því grasið er grænna hinumeginn. 

þó svo að við myndum hefjast handa á morgun að koma á evru sem gjaldmiðli á íslandi. þá myndum við ekki fá hana fyrr en við gengjum í ESB. skýrt og klárt mál frá ESB. og þá tæki þetta allavega 10 til 15 ár. þá ef þjóðverjar vilji ennþá nota evruna sem mynnt en það er nefnilega ekki víst. 

einhliðta upptaka evru. búum við við slæman efnahag sem þarf að rétta við? erum við eitthvert suður ameríku ríki með einræðisherra og nánast enga miðstétt? erum við í austur evrópu nýkominn undan hæl sovéskrar miðstýringar? erum við gamalt og lúið evrópu ríki þar sem menn og konur vinna ekki nema svo að geta skrummtað og síðan fá hjálp frá ríkinu og setja í helgan stein fyrir sextugt?

Við munum enginn nota hafa af evru. ef við erum að leita að lágum vöxtum eins og evrusinnar benda á, þá getum við tekið upp Yenið. þar eru sko lágir vextir. vaxta stefnan í japan hefur verið á þá leið í mörg ár að fara helst ekki upp fyrir 3% og vera helst í 0.5% stýrivöxtum. 

Fannar frá Rifi, 28.9.2007 kl. 10:45

5 Smámynd: Magnús Þór Hafsteinsson

Áhugaverðar pælingar Guðmundur. Það skyldi þó ekki vera að þú hafir nokkuð til þíns máls? Gæti meira en verið...

Magnús Þór Hafsteinsson, 29.9.2007 kl. 16:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband