Forsetinn sér ástæðu til að verja íslenskuna


     Þegar svo er komið, að fortseti Íslands sér ástæðu til
að halda uppi vörnum fyrir þjóðtungu vorri, við setningu
Alþingis Íslendinga, hlýtur honum að vera brugðið. Enda
ekki nema von, þegar helstu auðjöfrar landsins ásamt
varaformanni hérlendra jafnaðarmanna, með stuðningi
málsmetandi klerks úr prestastett, hafa á síðustu vikum
gert beina atlögu að  íslenskri þjóðtungu. Forsetinn á
hrós skilið fyrir framtak sitt í dag.

  Þingheimur á nú að fylgja orðum forsetans eftir og lög-
festa íslenskuna sem ríkistungumál á íslandi, þ.á.m.
í stjórnarskrá, og það hið snarasta!

  Hér með er þeirri áskorun komið á framfæri.

 



« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórbergur Torfason

Sammála þér Guðmundur svo undir tekur í nálægum fjallasölum. Nú er of hart sótt að íslenskri tungu.

Þórbergur Torfason, 1.10.2007 kl. 21:10

2 Smámynd: Örvar Már Marteinsson

Ég er alveg sammála þér. Hins vegar er Óli ekkert fyrsti forsetinn til að taka sér varnarstöðu fyrir íslenska tungu. En hugsið ykkur nú ef hann gerði það ekki. Forseti hvaða þjóðar ver ekki þjóðtungu landsins síns. Hann væri nú ekki merkilegur pappír léti hann svona vitleysu eins og uppi hefur verið síðkastið fram hjá sér fara.

Örvar Már Marteinsson, 2.10.2007 kl. 15:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband