Íslenskan. Menntamálaráðherra á hrós skilið


   Vert er að fagna yfirlýsingu menntamálaráðherra á Vísi.is
að litast alls ekki á hugmyndir varaformanns Samfylkingar-
innar og bankastjóra Landsbankans um tvítyngda stjórnsýslu
og að enska verði vinnumál í íslenskum fjármálafyrirtækjum.
Þá ber alveg sérstaklega að fagna þeim ummælum mennta-
málaðráðherra, að mikilvægasta breytingin á stjórnarskrá
Íslands  sé að tryggja stöðu íslenskunnar sem ÞJÓÐTUNGU.
Nú er eftir engu að bíða með að Alþingi Íslendinga lögfesti
íslenskuna sem ríkistungumál á Íslandi og komi þeim lögum
inn í stjórnarskrá. Þarna á stjórnarandstaðan eins og Fram-
sókn og Frjálslyndir að koma ráðherra til stuðnings.

   Sú atlaga sem gerð hefur verið að íslenskri tungu að undan-
förnu er til háborinnar skammar þeim sem að henni stóðu.
Fremstur þar í flokki fór varaformaður Samfylkingarinnar.
Jafnvel forseti lýðveldisins sá ástæðu til að bregðast við
þessum ótrúlegu árásum við þingsetninguna í gær. Með
ummælum menntamálaráðherra í dag virðist málið ætla að
fá farsæla lausn, enda sjálf íslenska þjóðartilveran í veði.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Hjartanlega sammála Guðmundur.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 4.10.2007 kl. 00:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband