Rússagrýlan gengur aftur


  Það er alveg með ólíkindum hvað þráhyggjan getur
heltekið suma. Og það mætustu menn eins og ritstjóra
Morgunblaðsins. Dæmi um það er leiðari blaðsins í dag.
Þar er látið af því liggja að Rússland sé orðið fasítiskt
ríki. Og í framhaldi af því er sagt að það hljóti að breyta
afstöðu okkur til Rússlands, og nágranna þeirra í Evrópu
svo og Bandaríkjana.  Þá er sagt að hið fasíska ástand í
Rússlandi hljóti að hafa áhrif á ástand mála á Norður-
Atlantshafi ef hernaðarmáttur Rússa haldi áfram að
aukast. Svo er klingt út í leiðaranum með því að segja
að ,,þetta séu hörmuleg tíðindi".

  Ef eitthvað er hörmulegt í þessu sambandi eru það
einmitt svona viðhorf sem koma fram í umræddum leið-
ara. Því þau endurspegla meiriháttar rugl. Auðvitað eiga
Rússar margt ógert í sinni þjóðfélagslegri uppbyggingu.
En þegar horft er til þess að þessi þjóð var kúguð nær
alla síustu öld af harðsvífuðustu kommúnistum sem sögur 
fara af,  er undravert hvað þjóðinni hefur þó vegnað vel
á þessum tiltölulega stutta  tíma  sem hún hefur  notið
frelsis og lýðræðis. Þvert á móti mætti hafa uppi ýmiss ljót
orð um lýðræðið í Bandaríkjunum í dag, þótt þau hafa ekki
mátt þola alræðislegt stjórnarfar eins og Rússar í nær
heila öld.

  Sannleikurinn er sá að velgengi Rússa er farin að fara
í tauganar á engil-saxneskum  þjóðum og fylgssveinum
þeirra. Rússagrýlan er farin að ganga aftur. Kominn er
tími til að sú grýla verði kveðin niður á Íslandi. Rússar
eru ein af okkar bestu vinaþjóðum. Því eigum við að
stórefla okkar góðu samskipti við Rússa á sem flestum
sviðum. Líka á sviði öryggismála! Þjóðverjar og Rússar
eru þær þjóðir sem við eigum að halla okkur að í framtíð-
inni ásamt frændþjóðum okkar á Norðurlöndum. -  
Engil-saxisminn hefur aldrei reynst okkur vel !



« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband