VG ósamstarfshæfir


   Vinstri  grænir  eru  ósamstarfshæfir, líka í stjórnarandstöðu.
Best kom  þetta fram á Alþingi í dag. Að blanda saman hækk-
un launa  til umönnunarstétta  og framlag til öryggis-og varn-
armála þjóðarinnar, er fáránlegt, eins og Jón Bjarnason þing-
maður Vinstri-grænna var uppvís af. En sýnir þó  enn og aftur  
vítavert ábyrgðarleysi Vinstri- grænna til öryggis- og varnarmála
þjóðarinnar.


   Sá 1.5 milljarður sem áætlaður er til varnarmála á komandi ári
er langt frá því að vera ásættanlegur. Meginhluti þessa fjár fer
til rekstrar ratsjárstöðvana sem eru hluti af loftvörnum Íslands.
Ótal verkefni blasa hins vegar við Íslendingum á sviði  öryggis-
og varnarmála á næstu árum, og því hefði mátt búast við miklu
hærri fjárframlögum til þessara mikilvægu málaflokka en raun
ber vitni. Ekki síst þar sem ríkissjóður stendur mjög sterkur um
þessar mundir. - Ábyrgðarleysi Vinstri-grænna er hins vegar
æpandi þegar þjóðaröryggismál eru annars vegar, sem á að
verða til þess að útiloka þá frá öllu samstarfi og samvinnu, ekki
síst í stjórnarandstöðu. -  Með því verður fylgst á komandi vikum
og mánuðum..........

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Páll Símonarson

Heill og sæll Guðmundur.

Það er nú alltaf sama fjósa fílan af Framsóknarflokknum. Ég veit ekki annað enn Björn Ingi vaði yfir Sjálfstæðismenn á skýtugum skónum og gerir það sem hann vill.

Framsóknarflokkurinn er með einn kjörinn borgarfulltrúa viti menn Björn Ingi er búinn að troða Óskari Bergsyni í fast starf. Hver mann ekki eftir þegar hann var eftirlits fulltrúi yfir byggingum á vegum borgarinnar sem var lagt síðan niður þegar það mál var sem hæðst í fjölmiðlum. Nú er Björn Ingi í boði Eimskips í Kína er þetta boðlegt ég segi nei.

Ég legg það til að Borgarstjóri taki fast á þessum málum við sem búum í Reykjavík sættum okkur ekki við þetta lengur.

Jóhann Páll Símonarson.

Jóhann Páll Símonarson, 4.10.2007 kl. 21:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband