Orkuveitan. Spilin á borðið !


   Í sambandi við sameiningu Reykjavík Energy Invest og
Geysi Green Energy verða öll spil að liggja á borðinu. Gera
verður fulla grein fyrir rökum að baki kaupréttarsamningum
örfárra einstaklinga og valinu á þeim. Það gerði borgarstjóri
ekki í gær. Þá verður að fara fram mat á þessum tveim fyrir-
tækjum, en fram kom hjá iðnaðarráðherra í gærkvöldi, að
framlag Orkuveitunar hefði í raun þrefaldast að verðmæti..
Er það svo? Og ef svo er þá er augljóst  að kaupréttirnir
eru þá þegar orðnir mikils virði.  Þá ber að hreinsa út öll
álitamál varðandi lögmæti fundarboðsins, þar sem samein-
ingin var samþykkt. Fulltrúi Vinstri grænna hafa kært fundar-
boðið vegna formsgalla.  Svo virðist að sú kæra eigi við rök
að styðjast, en þá yrði sameiningin sjálfkrafa ólögmæt.

   Þótt skynsamlegt geti verið að sameina þessi tvö orku-
fyrirtæki í eitt er grundvallaratriði að sú sameining sé gerð
með eðlilegum hætti og lögum samkvæmt. Annað er gjör-
samlega  óþolandi!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

http://siggisig.blog.is/blog/siggisig/entry/328910/

Sigurður Sigurðsson, 5.10.2007 kl. 12:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband