Nató fundur - breytt staða Íslands


   Það er ánægjulegt að þessa daga skuli vera haldinn
þingmannafundur NATÓ  á  Íslandi. Þarna  gefst  þing-
mönnum aðildarríkja NATÓ kostur á að hittast og bera
saman  bækur sínar  á  sviði öryggis- og   varnarmála.
Þarna gefst þingmönnum Íslands mikilvægt tækifæri að
koma sjónarmiðum  Íslands  á framfæri, en  gjörbreytt
staða Íslands í öryggis- og varnarmálum er komin upp
eftir brotthvarf bandariska hersins frá Íslandi.

   Hugmynd Björns Bjarnasonar dómsmálaráðherra sem
hann setti fram á þinginu í dag um að komið verði á fót
fjölþjóðlegri Landhelgisstofnun á Norður-Atlantshafi er
athyglisverð. Slík stofnun gæti orðið fyrsta skrefið í því
að koma  á  fót  fjölþjóðlegri  strandgæslu  á  Norður-
Atlantshafi og á Norðurheimsskautasvæðinu, en á
þessum svæðum mun umsvif og siglingar stóraukast
í framtíðinni.

  það er alveg ljóst að sem sjálfstæð og fullvalda þjóð
munu Íslendingar þurfa að koma að sínum öryggis- og
varnarmálum á mun virkari og öflugri hátt en hingað
til. Um þá staðreynd þarf að fara hispurslaus  umræða.
Því sú þróun verður líklegri en ekki, að eftir ekki svo
mörg ár verði kominn vísir af íslenzku þjóðvarðliði ásamt
öflugri Landhelgisgæslu. Íslenzkum her. Þá umræðu þarf
þjóðin að taka, og það sem fyrst........

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband