Kattarþvottur! Framsóknarmenn reiðir


  Sú ákvörðun stjórnar Reykjavík Energy Invest að endurskoða
sölu á hlutabréfum í REI til starfsmanna REI og Orkuveitunnar,
er ekkert annað er kattarþvottur. Þessi ákvörðun er einungis
tekin til að reyna að lægja öldunar og þá miklu réttlátu reiði
meðal almennings, sem búinn er að fá sig meir en fullsaddan
á svona gjörspilltum vinnubrögðum sem þarna áttu sér stað.

  Meðal framsóknarmanna er mikil reiði. Einn af þingmönnum
flokksins, Bjarni Harðarson, skrifar á blogg sitt í dag að margir
framsóknarmenn séu reiðir og sárir hvernig að málum var
staðið hjá Orkuveitu Reykjavíkur. Hann segir réttilega að sú
aðferðafræði sem þar eigi sér stað sé mjög fjarlæg venjulegu
framsóknarfólki. Bjarni segir orðrétt. ,,Það er sárt að sjá verð-
mæti sem eiga að vera í sameign margra vera með þessum
hætti mulin undir grórðaöflin. "

  Það er alveg ljóst að þetta mál er hvergi lokið. Innan sjálf-
stæðismanna eru mikil  átök og borgarstjórinn er rúinn öllu
trausti. Hvernig getur Framsókn starfað innan slíks pólitíks
umhverfis lengur ? Og hver mun axla pólitíska ábyrgð innan
borgarstjórnarlista Framsóknar í þessu meiriháttar klúðri ?

  

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heill og sæll, Guðmundur Jónas !

Bezta ráðið; sem ég gæti gefið ykkur væri, að reka þau Valgerði Sverrisdóttur og Björn Inga Hrafnsson úr flokki ykkar.

Hefðuð fulla sæmd af, og jafnvel aukna tiltrú, meðal landsmanna.

Með beztu kveðjum / Óskar Helgi Helgason

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 6.10.2007 kl. 17:47

2 Smámynd: Kristján Pétursson

Ég er sammála þér Guðmundur í þessu máli.Þá tel ég líka í stöðunni,að Framsóknarfl.ætti að hætta samstarfi við íhaldið í borgarstjórn.Látið borgarstj.axla sinn aulagang,verið ekki áfram hækja fyrir íhaldið.Mér finnst framkoma BIH í þessu máli til skammar,þá eru allar þær stöður og vegtyllur,sem hann hefur komið sér og sínum í afar yfirdrottnunarkennd.

Kristján Pétursson, 6.10.2007 kl. 22:10

3 identicon

Sælir

Oddviti flokksins, Björn Ingi, þarf að svara fyrir þetta mál. Hvað mönnum gekk til o.s.frv. Þetta eru vinnubrögð sem flokksmenn og almennir kjósendur láta ekki komast upp með. Það má engu gleyma.

mbk.

Ólafur Sveinn Haraldsson (IP-tala skráð) 7.10.2007 kl. 00:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband