Þjóðfáninn smánaður

    Get ekkert að því gert. Fannst ekkert fyndið við það í
kvöld í Spaugstofinni  að  eitt atriðið  þar gekk út á það  
að gera gys af reglum  um  íslenzka  þjóðfánann, sem
endaði þannig að látið var líta svo út  að kveikt væri  í
honum. Eða gerðist það í raun?  

    Ekki er hægt að smána þjóðfána meira eins og það að
kveikja í honum. Minnistætt er þegar sömu aðilar vanvirtu
rússneska fánann í fyrra, með viðeigandi mótmælum sendi-
ráðs Rússlands. Var enginn lærdómur dreginn af því ?

   Þarna fór Spaugstofan langt langt  út fyrir öll mörk !  Og
það í sjálfu Íslenzka Ríkissjónvarpinu. 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Guðmundur það sást aldrei nokkur fáni brendur. En í reglurgerð um íslenska fánan stendur eitthvað á þessa leið:

Ekki má nota upplitaða fána, óhreina, trosnaða eða skemmda. Sé ekki unnt að lagfæra slíkan fána, skal hann ónýttur með því að brenna hann.

Þannig að það á að brenna ónýta fána.

Magnús Helgi Björgvinsson, 6.10.2007 kl. 22:08

2 identicon

Dittó. Hvar er glæpurinn en ekkert er líkið?

Eiríkur St. Eiríksson (IP-tala skráð) 6.10.2007 kl. 22:14

3 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Guðmundur.

Já ég verð nú að játa að mér fannst þetta ekki fyndið.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 7.10.2007 kl. 00:04

4 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Magnús. Alveg DÆMIGERT viðhorf þitt sem krata gagnvart íslenzka þjóðfánanum eins og varaformanns þíns gagnvart
íslenszkri tungu. Þið eruð siðblindir öfgafullir alþjóðsinnar!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 7.10.2007 kl. 01:24

5 Smámynd: Fríða Eyland

Ég tók þessu táknrænt og tengdi beint við nýjustu spillingardæmin á skerinu okkar, ekki síst gróðafýsn auðmanna.

Hvað er að kveikja í tusku miðað við að ræna þjóðina ? þannig skyldi ég þetta nú.

Annars er þátturinn ekki samur eftir að Randver var rekinn, trúlega var hann of beittur fyrir RÚV

Fríða Eyland, 7.10.2007 kl. 19:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband