Sjónarmið Bjarna Harðarsonar njóta víðtæks stuðnings


   Svo virðist að  sjónarmið Bjarna Harðarsonar þingmanns
Framsóknar í Orkuveitumálinu njóti viðtæks stuðnings meðal
framsóknarmanna. Þá hefur Guðni Ágústsson formaður Fram-
sóknarflokksins lýst yfir mikilli reiði framsóknarmanna með
hvernig mál hafi þróast, og hefur boðið þingflokk og hlutað-
eigendi sveitarstjórnarmenn flokksins til fundar um málið á
morgun.

   Ljóst er að til tíðinda munu draga á morgun í málinu og þá
verða borgarstjórnarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins neyddir til
að koma fram. Það er alveg furðulegt hversu múlbundnir
þeir hafa verið gagnvart fjölmiðlum síðustu daga, sem sýnir
hversu mikil átök eiga sér stað innan borgarstjórnarflokks
Sjálfstæðisflokksins. Borgarstjórinn virðist rúinn öllu trausti.
Í ljósi þessa hlýtur endurskoðun á meirihlutasamstarfinu í
borgarstjórn að vera uppi á borðinu meðal framsóknarmanna.
Algjör uppstokkun og uppgjör hlýtur þar  að fara fram !


  Í fréttum Stöðvar 2 í kvöld sagði Bjarni Harðarson kaup
Bjarna Ármanssonar algerlega siðlaus og skoraði á hann
að láta kaupin ganga til baka. Hann sagðist einnig mjög
ósáttur við kaup Jóns Diðriks í félaginu. - Þarna hefur 
Bjarni lög að mæla. - Þjóðin hefur fengið yfirsig nóg af
pólitísku siðleysi og framferði ofur-auðmanna í hinu ís-
lenzka samfélagi...........


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Salvör  Kristjana Gissurardóttir

já, alla vega tek ég heils hugar undir sjónarmið  Bjarni Harðarsonar.

Salvör Kristjana Gissurardóttir, 8.10.2007 kl. 12:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband