Sjálfstæðisflokkurinn ekki stjórnhæfur


   Ef  Framsóknarflokkurinn  var  ekki  ríkisstjórnarhæfur í
vor að mati flokksforystu Sjálfstæðisflokksins, þá er Sjálf-
stæðisflokkurinn sjálfur ekki borgarstjórnarhæfur lengur.
Það eitt liggur skýrt fyrir eftir borgarstjórnarfundinn í dag.

   Það er upplausn í Sjálfstæðisflokknum . Borgarstjóri er
enn ráðviltari en nokkru sinni. Stjórnarsamstarfið  við
Framsókn er í uppnámi vegna grundvallarágreinings
um söluferlið í Reykjavík Energy Invest. Borgarstjóri for-
aðist að  tala um grundvallarþátt málsins, aðferðafræðina.
Þann þátt sem umboðsmaður Alþingis sér sig nú knúinn til
að spyrjast fyrir um í 12 liðnum. Sem er einsdæmi í allri
stjórnsýslu á Íslandi.  Sem sýnir að allt þetta REI-klúður
er með hreinum eindæmum. Eindæmum, sem þýðir upp-
stokkun alls  málsins  frá  A til Ö þar sem HAGSMUNIR
ALMENNINGS verða að vera í FYRIRRÚMI fyrst og síðast.

   Aðferðafræðin var skandall frá upphafi þótt hugmyndin
væri góð. Fyrir þann skandal verða höfuðpauranir nú að
svara fyrir, og  taka pólitískum afleðingum gjörða sinna. 
Gildir það bæði um Sjálfstæðisflokk og Framsókn.  Allt
annað er gjörsamlega  óásættanlegt fyrir almenning að
horfa upp á og verða vitni að!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristján Pétursson

Nú er tækifæri fyrir Framsóknarfl.í borgarstjórn að leita samstarfs við minnihlutann um nýjan meirihlutam í borginni.Björn Ingi Hrafnsson þarf að hverfa af vettvangi,hans pólutíski frami er orðinn að engu eftir samstarf hans við íhaldið.

Þá myndi Framsóknarfl.fá tækifæri og tíma til að byggja upp flokkinn í Reykjavík.

Kristján Pétursson, 10.10.2007 kl. 22:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband