Óásættanleg staða


   Í stjórnmálum á Íslandi í dag  er  komin upp óásættanleg
staða. Í ríkisstjórn Íslands  er  helmingur  ráðherra vinstri-
sinnaðir  sósíaldemókratar og  eldheitir Evrópusambands-
sinnar. Í borgarstjórn hafa  nú vinstrisinnaðir róttæklingar
komist í lykilsstöðu og hafa á að skipa vara-borgarstjóra.
Allir þeir sem aðhyllast þjóðleg, frjálslynd og borgaralega-
sinnuð viðhorf hljóta að hafa áhyggjur af þessu. Hljóta að
vera mjög ósáttir hvernig komið er.

   Eftir að ný ríkisstjórn var mynduð hefur ósættið innan 
hennar um  grundvallarmál  berlega  komið  í  ljós. Ólík
pólitísk öfl takast þar á.  Það sama mun  nákvæmlega
gerast í  hinni nýju  borgarstjórn. Viðhorf vinstrisinnaðra 
róttæklina í VG við hin mið/hægrisinnuð öfl þar mun aldrei
ganga upp.

   Hvers vegna er þetta svona ? Þarf þetta að vera svona ?  
Hvað er til ráða ?

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband