Með vinstri græna í lykilstöðum lofar alls ekki góðu


    Ef það er niðurstaða REI-málsins  að   Reykvikingar sitji
uppi með  hálfgerða  vinstristjórn með  Vinstri-græna í lykil-
stöðum, er  það alversta sem gat komið út úr REI-klúðrinu. 
Því meira afturhaldsafl  fyrirfinnst  ekki í  íslenzkum  stjórn-
málum, og  þótt  víðar  væri  leitað. Það  að  setja  leiðtoga 
Vinstri grænna yfir sjálfa Orkuveitu Reykjavíkur er gjörsam-
lega út í hött. Öll áform þar verða nú sett í salt. Nú á að róa
umræðuna segir Svandís Svavarsdóttir. Sem þýðir hvað? Að
stofnaður verði vinnuhópur  til  að fara yfir málið  segir Svan-
dís, sem kunni að TAKA  MARGA  MÁNUÐI. Hvað þarf  meira
vitnana við ? Það á ekki  einu sinni að gannga  í það  EINN
TVEIR og ÞRIR  að  rifta þeim tveim  kaupréttarsamningum
sem mesta fjaðrafokinu  og  reiðinni  olli meðal  borgarbúa.
Það virðist líka eiga að setja það í salt og skoða það næstu
mánuði. Og ENGINN Á ÞAR AÐ AXLA PÓLITISKA ÁBYRGÐ. ENG-
INN! Nema síður sé. Viðkomandi fær  bara hrós  og klapp og
áframhaldandi vegtylla fyrir. Þetta er pólitískt hneyklsli hjá
nýbyrjuðum meirihluta og það ömurlegasta sem hægt er að
hugsa sér að gæti gerst.

   Ósamstæðan í hinum nýja meirihluta er slíkur að hann
treystir sér ekki einu sinni til að gera málefnasamning ef
marka má fréttir. Enda eru hér saman komin mjög ólík
stjórnmálaöfl, og þá ekki hvað síst fyrst þar eru vinstri-
sinnaðir róttæklingar úr VG í stórum og mikilvæg embættum.

   Það er ömurlegt hvernig stjórnmálamenn geta stundum
klúðrað málum. REI-málið mun um langan tíma verða minnst
sem  slíkt OFUR-KLÚÐUR. - Klúður, þar sem afleðingar þess
eru kannski rétt að byrja að koma fram.



« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

 

Við viljum kosningar eins og þegar um venjuleg stjórnarslit er að ræða.  Báðir aðilar eru sekir í því klúðri sem var orðið.  Þessi aðgerð minnihlutabrotanna, sem ekki hafa neinn málefnagrunn, er ekki á nokkurn hátt viðleitni til að leysa þá kreppu, sem lá til grundvallar, heldur mun dýpka hana og valda stjórnleysi.  Björn Ingi tók ekki þessa ákvörðun af eigin stjórnkænsku heldur undir þrýstingi óviðkomandi hagsmunaafla og viðurkenndi Alfreð m.a. í útvarpsviðtali í dag að hafa verið með í ráðum.

Þetta er valdarán samviskulausra tækifærissinna, sem hafa gerst uppvísir um að hagræða sannleikanum.  Að vara samstarfsaðila ekki við þessu plotti, sýnir að enginn vilji var til að leysa kreppuna. Aðalatriðið var að þjóna þeirra eigin egói og framagosahætti.

Það getur ekki verið samkvæmt lýðræðisreglum, það sem átt hefur sér stað. Við ættum að hefja formlega undirskriftasöfnun, til að knýja á um kosningar. Það væri lýðræðislegt. Þessa gúbba kaus enginn. Í aðdraganda slíkra kosninga ætti líka að vinnast tími til að ræða í hörgul það siðferði, sem gilda skal við viðskiptahrókeringar og einkavinavæðingu á almannaeignum.  Það hefur enginn botn fengist í það enn og þessi aðgerð var bara til að svæfa þá umræðu og kasta ryki í augu kjósenda.

Út með þennan skríl! 

Jón Steinar Ragnarsson, 12.10.2007 kl. 21:18

2 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Því miður Jón þá heimila sveitarstjórnarlögin bara kosningar til
bærjar- og sveitarstjórna einungis á 4 ára fresti. Því miður.........

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 12.10.2007 kl. 21:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband