Utanríkisráðherra í ESB-ham
13.10.2007 | 10:30
Það er einstakt að íslenzkur ráðherra kalli á annan ráðherra
í ALLT ÖÐRU RÍKI sér til stuðnings í einu mesta pólitíska hitamáli
Íslandssögunar er varðar aðild Íslands að Evrópusambandinu.
Þetta gerir Ingibjörg Sólrún í Fréttablaðinu í dag. Þar fær hún
sér til hjálpar utanríkisráðherra Noregs, Jonas Gahr Störe, sem
er reyndar eldheitur ESB- sinni eins og Ingibjörg. Í Fréttablaðinu
skrifa þau SAMAN SÖMU áróðursgreinina um dássemdir þess að
Ísland og Noregur gangi í Evrópusambandið og hafi um það sam-
ráð. Vitað var um hug utanríkisráðherra í Evrópumálum, en aldrei
hefði maður dottið í hug að ráðherra legðist svo lágt að kalla á
ERLENDAN RÁÐHERRA málflutningi sínum til hjálpar. Ef eitthvað
er til sem nefna má algjört pólitískt siðleysi og hneyksli þá er
það einmitt svona hátterni.
Utanríkisráðherra virðist í miklum ESB-ham þessa dagana. Í
Mbl. í dag vitnar hún í Olli Rehn, framkvæmdastjóra stækkunar-
viðræðna Evrópusambandsins, sem fullyrðir að aðildarviðræður
ESB og Íslands gætu bara tekið hálft ár. Sem kunnugt er þá
hitti utanríkisráðherra Olli Rehn í Brussel fyrir skömmu. En
utanríkisráðherra segir Rehn hafa mikinn áhuga á að Ísland
gangi í ESB. Þá boðar utanríkisráðherra miklar og víðtækar
umræður um Evrópumál á næstunni. Eins og þær hafa ekki
verið miklar og upplýstar hingað til.
Það er alveg ljóst að nú ætlar utanríkisráðherra með stór-
auknum þunga að setja aðildarferlið að ESB á fullt skrið.
Enda segir ráðherra EKKERT í stjórnarsáttmála ríkisstjórn-
arinnar sem útiloki það. Ráðherra skynjar vel þessa daga
að samstarfsflokkurinn í ríkisstjórn er verulega laskaður
og veikur eftir atburði síðustu daga, og þann veikleika virð-
ist ráðherra ætla að gjörnýta nú varðandi Evrópumálin.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ein spurning til þín Benedikt. Telur þú í lagi að ganga í ESB t.d
meðan allur fiskveiðikvóti er framseljanlegur á Íslandsmiðum?
Eru ykkur ESB sinnum andskotans sama um helstu auðlind Íslands,
fiskimiðin? Veit að ykkur er andskotans sama um fullveldið og
sjálfstæðið!
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 13.10.2007 kl. 13:59
Benedikt. Þú svaraði ekki spurningu minni. Í dag er íslenzkur sjávarútvegur undanþegin EES-samningum. Þess vegna getum
við í dag komið í veg fyrir og BANNAÐ að ESB-aðilar geti fjárfest
í íslenzkri útgerð og þar með íslenzkum kvóta. Við inngönu í ESB
þá yrði ekki leyfilegt skv GRUNDSTOÐUM Rómarsáttmáls að banna
slíka erl fjárfestingu í ísl. útgerð. Þannig gætu útlendingar komist
bakdyramegin inn í ísl. fiskveðiðlögsögu og keypt upp kvótan af
Íslandsmiðum. Nákvæmlega það sama og Spánverjar og Portugalir hafa gert á breskum fiskimiðum og hafa nú rústað
breskum sjávarútvegi. Um þessa hluti ER EKKI HÆGT AÐ SEMJA.
Þess vegna hlytur þú að skilja (Þótt utanríkisráðherra skilji það
alls ekki) að meðan fiskveðikvótinn er framseljanlegur á Íslands-
miðum er tómt mál að tala um aðild að ESB. Þetta liggur svo í
augum uppi!
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 13.10.2007 kl. 14:34
Og hverju mundi það breyta að erlendir aðila fjárfestu í sjávarútvegi. Mér sýnast þessi íslensku fjárfestar ekki hafa hag Íslands neitt sérstaklega í huga. Nú síðast heyrðist að þeir eru í auknu mæli farnir að ráða inn sjómenn frá Austur Evrópu sem þeir borga langt undir því sem samningar hér segja um. Held að við séum hvort eð er að ganga frá þessum iðnaði dauðum sjálf.
En Guðmundur þegar horft er til þess að réttindi til veiða innan ESB byggja á veiðireynslu síðustu áratuga þá hafa þessar þjóðir ekki rétt á því að koma hér inn eins og þær gerðu við Bretland. Reyndar voru þau mið ekki sérstaklega góð. Því þess vegna veiddu bretar svo mikið hér við land áður fyrr.
Magnús Helgi Björgvinsson, 13.10.2007 kl. 15:22
Heill og sæll, Guðmundur Jónas, þakka þér allt gamalt og gott !
Benedikt og Magnús Helgi ! Sendi ykkur ekki neinar hlýjar kveðjur, enda óverðskuldað. Þið ÖGRIÐ Íslands landvættum og öðrum varnaröflum íslenzkra hátta; og menningar.
Það er okkar; Íslendinga, að leysa úr okkar vandkvæðum, hér heima fyrir, ekki með ''hjálp'' útlendra aðskotaafla, allra sízt, neðan frá Brussel völlum.
Þeir, hverjir iðka vilja niðurdrabb Íslands; og hagsmuna þess, skulu LANDRÁÐAMENN kallast, og ekkert annað !
Árnesþingi - 13. X. / Óskar Helgi Helgason
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 13.10.2007 kl. 15:51
Magnús. Það er eins og þið ESB-sinnar séu eins og blindir ketlingar þegar svona grundvallaratriði er rætt. Í dag fer 100% virðisauki af íslenzkum kvóta inn í íslenzkt þjóðarbú. Eiginist útlendingar kvótann og veiði hann án viðkomu í íslenzkri höfn til vinnslu fer þorri virððisauakans úr landi. Hvenær í andskotanum muni þið skilja þetta? Engar undanþágur eru í boði hvað þetta varðar. Skiptir engu máli um nein áunnin veiðiréttindi þegar útlendingum hafa tekist að eignast íslenzk útgerðarfyrirtæki og skráð þau erlendis með leyfi grunnréttar Rómarsáttmáls um
FRJÁLSAR fjárfestingar innan ESB. Reynið þið nú einhvern
tíman að skilja svona grunnatriði í þessu stórmáli. Í Guðs bænum!
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 13.10.2007 kl. 16:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.