Verjum stjórnarskrána fyrir Evrópusambandssinnum


   Utanríkisráðherra er kominn á fulla ferð í aðildarför sinni
að  Evrópusambandinu. Skv. frétt  Stöðvar 2 í  kvöld ætlar
utanríkisráðherra að leggja til atlögu við sjálfa stjórnar-
skrána, því hún  hindrar meiriháttar fullveldisafsal  til
Brusselsvaldsins. Íslenzka stjórnarskráin er nú  allt í
einu orðin helsta hindrun utanríkisráðherra í  því ráða-
bruggi að koma Íslandi inn í Evrópusambandið. Utan-
ríkisráðherra fer ekkert í felur með tilgang breytingana.
Stjórnarskrárbreytingin er  forsenda aðildar Íslands að
Evrópusambandinu. Slík breyting ÞOLIR ENGA BIÐ að
mati utanríkisráðherra.

   Forsætisráðherra hefur marg lýst því yfir að aðild að
Evrópusambandinu sé ekki á dagskrá á kjörtímabilinu.
Utanríkisráðherra segir að EKKERT sé í stjórnarsátt-
málanum sem hindri slikt. Því verður þetta stórmál
um  grundvallarbreytingu  á  stjórnarskránni, PRÓF-
STEINN á það hvert muni stefna næstu mánuði og
misseri í Evrópumálum.


    Þingmenn lýðveldisins Íslands, verða nú að gera upp
við sína samvisku, hvort þeir styðji ráðabrugg utanríkis-
ráðherra um aðild að ESB, eða hafni henni MEÐ ÞVÍ AÐ
STANDA  VÖRÐ  UM  STJÓRNARSKRÁ  LÝÐVELDISINS ÍS-
LANDS. Það getur vel verið að þörf sé á að gera smá-
vægilegar breytingar á stjórnarskránni varðandi almenn
alþjóðleg samskipti í framtíðinni.  En að gera slíkar breyt-
ingar og það stórvægilegar  undir miklum þrystingi um
ESB-aðild eins og utanríkisráðherra hyggst gera, á ALLS 
EKKI að koma til  greina. Því verður fylgst NÁIÐ með af-
stöðu sérhvers  þingmanns til  málsins, og þess, hvort
Sjálfstæðisflokkurinn samþykkir að málið fari fyrir stjórnar-
skrárnefnd eða EKKI.

   Augljóst er að utanríkisráðherra ætlar að blása í her-
lúðra fyrir  inngöngu Íslands í ESB á næstunni. Ráðherra
telur stöðu sína það sterka eftir atburði síðustu daga að
hægt sé að ögra Sjálfstæðisflokknum í máli þessu. Því er
afar mikilvægt að allir ESB-andstæðingar og föðurlands-
vinir hvar í flokki sem þeir standa, haldi vöku sinni og taki 
eins fast á móti hinu ÓÞJÓÐLEGA ráðabruggi utanríkis-
ráðherra  og þörf og nauðsyn  krefur.




« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)

Þetta kemur mér ekkert á óvart, þar sem Samfylkingin er með á stefnuskrá sinni að ganga í Evrópusambandið

En að fylgjast með framgöngu Samfylkingarinnar í þessari Ríkisstjórn virðist sem þeir fari  eftir tilskipunum ESS bara þegar þeim hentar !


Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock), 13.10.2007 kl. 21:24

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Tek undir þín viðvörunar- og hvatningarorð, Guðmundur. Vinnum saman í þessu sem flest.

Jón Valur Jensson, 13.10.2007 kl. 21:33

3 Smámynd: Bjarni Harðarson

gæti ekki verið meira sammála. hættan er mest á viðsnúningi sjálfstæðisflokksins. uppákoma undanfarinna daga ætti þó frekar að veikja evrópuarm þess flokks og síðan eru þeir dagar liðnir að samfylkingin eigi sér verulega bandamenn í evruórum í öðrum flokkum.

Bjarni Harðarson, 13.10.2007 kl. 21:45

4 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Guðmundur.

Já maður tók nú heldur betur eftir þessu núna, alveg rétt nú á að ögra samstarfsflokknum í rikisstjórn að virðist með blaðri um Evrópusambandsaðild sínkt og heilagt.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 14.10.2007 kl. 00:15

5 Smámynd: Fannar frá Rifi

Innan sjálfstæðisflokksins eru ESB sinnar en þeir eru ekki margir. fleyri vilja hinsvegar sjá evruna hér landi en eru tilbúnir um leið og þeir kenna esb við allt illt á jörðu niðri.

allar stjórnarskrár breytingar verða að vera samþykkar á tveimur þingum. en það þykir mér þó harmlegt að þingmenn nú og fyrr skuli ekki hafa sett inn í stjórnarskránna það ákveði (á einungis í dag við um kjördæmaskipan) að það þurfi 75% þingsins til að samþykkja hana á tveimur þingum. það er með kosningum á milli.

Ég get á engan hátt skilið afstöðu quislinganna sem vilja að við afsölum okkur sjálfstæðinu. ef svo er þá getum við allt eins gengið undir dönsku krúnuna á nýjan leik. 

Fannar frá Rifi, 14.10.2007 kl. 00:56

6 identicon

Heill og sæll, sem fyrr; Guðmundur Jónas og aðrir skrifarar !

Benedikt Jónasson ! Kynni betur við; að mega, fölskvalaust, heilsa þér einnig, hér hjá Guðmundi; er þó um megn, sökum óhugnanlegrar fylgispektar ykkar Samfylkingar fólks, við þessum Brussel fjanda, hver formyrkvar ykkar hugi, gagnvart þjóðerni okkar, og menningu. 

Það er ekki að ófyrirsynju, að Fannar frá Rifi nefnir Quisling heitinn hér, í orðræðunni, enda ekki að ástæðulausu; því miður.

Bjarni alþm. Harðarson ! Óhætt, að þú nefndir einnig Evrópu óra Valgerðar Sverrisdóttur, hver ég hugði, að þið Framsóknarmenn væruð; eða í þann veginn, búnir; að reka, úr flokki ykkar.

Hvað dvelur Orminn langa; Bjarni ?

Mbk. / Óskar Helgi Helgason 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 14.10.2007 kl. 01:26

7 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Þakka stuðningin við mástaðin. Tel þetta fyrstu raunverulegu
orustuna sem andstæðingar Evrópusambandsaðildar þurfa að
taka bæði innan þings og utan við Evrópusambandssinna.
Bregðum  strax nú fæti fyrir áformum utanríkisráðherra að breyta
stjórnarskránni svo fullveldisafsalið sem í þeim breytingum felast
samrýmist  ESB-aðildinni. Fyrst utanríkisráðherra talaði svona
skýrt af sér að stjórnarskrárbreytingin tengist aðild Íslands að ESB eigum við ESB-andstæðingar að taka slaginn hér og nú,
hvar í flokki sem við stöndum.  Og af því þú Bjarni komst inn í þessa umræðu þá veit ég að þú munt gera þitt besta til að
allir ESB-andstæðingar á Alþingi komi í veg fyrir þessi áform
utanríkisráðherra. Það getur verið þörf á ýmsum breytingum
á stjórnarskránni, en ALLS EKKI við þessar aðstæður og áform.

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 14.10.2007 kl. 10:45

8 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Benedikt. Það þarf ekkert að kanna eitt né neitt í þessu máli.
Það liggur ALLT fyrir hvað í ESB-aðild þýðir. Er það ekki fullveldis-
afsal t.d að Ísland getur ekki gert einasta viðskiptasamning við
allan heiminn utan ESB ef Ísland gerist aðili að ESB? Hvað er það
annað en  stórt fullveldisafsal ? Við gætum ekki gert fiskveiða-
samninga t.d við Norðmenn, Færinga og alþjóðlega fiskveiðisamninga nema í gegnum ESB. Hvað er það annað er
stórt fullveldisafsal? Getum ekki stjórnað okkar fiskveiðum
nema gegnum ESB. Munum svo í reynd missa stjórn á
fiskveiðikvótanum sem færi stöðugt í hendur útlendinga.
Hvað er það  annað en stórkostlegt fullveldisafsal? Íslenzkur
landbúnaður myndi þurrkast út. Allt þetta liggur fyrir og  MIKLU MEIRA til ef við göngum inn í þetta RISAVAXNA MIÐSTYRÐA ALÞJÓÐLEGA OFURBÁKN sem fyrr en seinna á eftir að springa í loft upp, eins og með öll ólík þjóðríkjasamsteypur. Þú hlýtur að fara að  átta þig Benedikt, að þetta  liggur allt fyrir, allir þessir gríðarlegu ókostir fram yfir hið FRJÁLSA ÍSLAND.......

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 14.10.2007 kl. 14:41

9 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Nei Benedikt. Maður þarf alls ekki að máta jakkafötin fyrst áður
en maður kaupir þau. Maður horfir á þau fyrst og veltur því fyrir
sér hvort maður fílar þau, t.d litur, efni og svo frv. Varðandi ESB
þá þarf ég ekki annað en lesa stofnsáttmála þess, Rómarsáttmálann og alla þá fullveldisskerðingaviðauka sem við
hann hafa verið gerðir, til að sjá að mitt gamla góða en smáa
Ísland passar þar engan veginn. Kynntu þér t.d hvað Ísland
hefði mörg atkvæði innan Evrópuþings ESB á að skipa. Langt
innan við 1%. Og ekkert atkvæði í framkvæmdastjórninni ef
fram heldur sem horfir. Þannig að áhrifa okkar innan þessa
RISAvaxna bákns yrði nær enginn. Fyrir utan alla milljarðana
sem við kæmum til að greiða í alla SUKKSJÓÐI ÞESS. Þannig,
málið liggur SKÝRT og KLÁRT fyrir. Ekkert ESB-kjaftæði !

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 14.10.2007 kl. 15:37

10 identicon

Heill, sem fyrr; Guðmundur og ryktið annað !

Enn; sem fyrr, fer Benedikt Jónasson undan í flæmingi, umræðunnar; sem þeim krötum hættir til, þá þeir eru á refil     stigu rökræðna; enda þeim skrumurum eðlislægast.

Hvað dvelur Bjarna Harðarson svaranna; við mínum einföldu fyrirspurnum ? Það er; Guðmundur, oftsinnis háttur litilsigldra, að hverfa á flótta, þegar til hólms er komið, löðurmannlegt og klént, að meiningu okkar orðhákanna.

Rétt; að inna Benedikt svara þeirra; hversu afkomendur hans, hér úti á Íslandi, þökkuðu honum fylgispektina, við útþenzlu nýju Sovét- Evrópu, suður á Brussel völlum, og þá forsmán, að hann; þ.e. Benedikt, hafi undirgengist þá óart, sem sýnist vera, með fylgispekt sinni, hér heima á Ísafoldu.

Mbk. / Óskar Helgi Helgason

   

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 14.10.2007 kl. 16:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband