Enn eitt klúðrið ?


    Vísir.is segir frá því í kvöld að Bjarni Ármannsson stjórnar-
formaður  REI og  Össur  Skarphéðinsson iðnaðarráðherra
séu að fara til Indónesíu, en REI freistar þess nú að ná
samingum þar í landi. Mjög mikilvægt, segir Bjarni Ármans-
son.

  Hvað er hér á ferð ? Ráðherra á ferð með stjórnarformanni
fyrirtækis sem allt er upp í loft með, til að ná viðskiptasam-
ningum fyrirtækisins úti í heimi. Hvers konar rugl er þetta ?
Fréttin hlýtur að vera röng , eða maður er gjörsamlega
hættur að botna í þessum REI-farsa öllum. Átti ekki að
róa málin niður kringum OR og REI að sögn orkumála-
fulltrúa Vinstri grænna, og skoða það og ræða næstu
mánuði ?

  Í hvers umboði er stjórnarformaðurinn umdeildi til að
skuldbinda fyrirtækið REI sem nánast ALLT  er óljóst með
eins og hugsast getur ? Og ráðherrann ? Hlýtur að vera
heldur betur á gráu svæði.

  Maður er gjörsamlega kjaftstopp !

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Þór Hafsteinsson

Sé þetta rétt þá er það mjög óyfirvegað af hálfu Össurar Skarphéðinssonar. Ég meina - við vitum ekki einu sinni hvort þetta "fyrirtæki" í núverandi mynd sé til eða ekki. Hvað ef eigendafundurinn verður dæmdur ólöglegur?

Og hvenær eiga ráðherrar í ríkisstjórn að beita sér með þessum hætti fyrir fyrirtæki og hvenær ekki? Og það til að gera bisness í landi sem búið hefur við vafasama og blóðuga stjórnarhætti.

Getum við vænst þess að Össur verði reiðubúinn til svipaðra utanferða til að liðka fyrir samningum saltfiskframleiðenda á Raufarhöfn?

Eða þykir "jafnaðarmanninum" Össuri svona fínt að flækjast um heiminn á fyrsta farrými með hinum nýríka Bjarna Ármannssyni? Lifi byltingin! skrifaði Össur nýverið á heimasíðu sinni. Sér er nú hver byltingin....

Magnús Þór Hafsteinsson, 14.10.2007 kl. 20:34

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Meðan álitamál eru uppi um lögmæti gjörninga, þarf þá ekki að krefjast lögbanns eða hvað ?

Það er kanski líklegt að einhver fulltrúi hins nýja tilvonandi meirihluta krefjist þess, halelúja!!!

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 15.10.2007 kl. 00:53

3 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Þessi nýi vinstrisinnaði meirihluti með vinstri róttæklingana í VG
í öllum lykilstöðum er hneyksli og er enn eitt OFUR-RUGLIÐ. Og var ekki viðbætandi!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 15.10.2007 kl. 01:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband