Össur í einstökum erindarekstri hja REI


   Svo  virðist  að  Össur Skarphéðinsson  orkumálaráðherra hafi
tekið sér  fyrir hendur  mjög svo  óvenjulegt starf sem ráðherra.
Hann virðist hafa tekið sér fyrir hendur  erindarekstur fyrir ákveðið 
fyrirtæki á Íslandi. Og ekki bara það. Einu umdeildasta fyrirtæki fyrr 
og síðar. Fyrirtæki  sem braut  blað í  Íslandssögunni  með  því  að 
sprengja í fyrsta skiptið heilan  borgarstjórnarmeirihluta í loft upp. 
Fyrirtæki sem í í dag sætir sérstakri stjórnsýslulegri rannsókn. Fyrir-
tæki sem umboðsmaður Alþingis gerir margar  alvarlegar athuga-
semdir við. Er að furða þótt margar spurningar vakni með framtaks-
semi ráðherra?

   Vísir.is grenir frá því  að um helgina fari Össur orkumálaráðherra
með sendifulltrúum REI í sérstakri leiguþotu  til Indónesíu og Filipps-
eyja varðandi vekefni fyrirtækisins fyrir tugmilljarða á sviði jarðvarma
í löndunum.

   Er nýr þáttur í REI-klúðrinu í uppsiglingu ? Þáttur þar sem ríkis-
stjórn Íslands flækist sjálf  með BEINUM hætti inn í málið? Þáttur,
þar sem önnur sprengja gæti sprungið? Og það mun stærri !

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Já það er á hreinu, að ekki hefur allt litið dagsins ljós í þessu máli.

Ekki væri ég hissa á að margur hyggi á að skrifa bók um þessa endemis vitlaysu.

Sigfús Sigurþórsson., 19.10.2007 kl. 00:47

2 identicon

"Fyrirtæki sem umboðsmaður Alþingis gerir margar  alvarlegar athugasemdir við" segir Zumann. Hvar eru þessar alvarlegu athugasemdir? Er Zumann kannski að tala um spurningarnar sem Umbi hefur lagt fram? Er hægt að jafna saman alvarlegum spurningum og alvarlegum athugasemdum?

Friðrik Guðmundsson (IP-tala skráð) 19.10.2007 kl. 17:38

3 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Spurningar geta í senn verið ígildi MJÖG alvarlegra athugasemda
Friðrik sem þær eru í þessu tilfelli, enda málið það mikið OFUR-klúður
frá upphafi fram á þennan dag að jafnvel heill borgarstjórnarmerihluti sprakk í loft upp út af því.

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 19.10.2007 kl. 20:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband