Hvers vegna vill Orkuveitan vísa málinu frá?


    Verð að játa mína fávísku. Hvers vegna krefjast nú lögmenn
Orkuveitu Reykjavíkur þess að máli Svandísar Svararsdóttur
borgarfulltrúa,  þar  sem hún  vill að  eigendafundur í OR verði
dæmdur ólögmætur, verði vísað frá dómi? En sem kunnugt er
var á þeim fundi samruni REI og Geysir Green Erergy samþykk-
tur.

   Í fréttum í kvöld var haft eftir Ragnari Hall, lögmanni Svan-
dísar, að stjórnendur Orkuveitu Reykjavíkur líti svo á að 
ákvarðanir þeirra komi engum örðum við. Biddu. Er ekki
komin ný stjórn í Orkuveitu Reykjavíkur? Hefur þá ekki hinn
nýji borgarstjórnarmeirihluti og þar með Svandís Svavars-
dóttir pólitískan meirihluta í stjórn Orkuveiturnar?  Ef svo
er, hvers vegna lætur þá þessi sami stjórnarmeirihluti lög-
menn Orkuveitunar krefjast þess að máli Svandísar verði 
vísað frá dómi? 

   Verð að játa. Skil þetta ekki.......

   Er einhver sem getur upplýst þetta frekar og skírt ?

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Skil samt ekki. Svandís höfðar mál um ógildingu fundar sem Orkuveitan stóð að. Nú vilja lögmenn þessarar sömu Orkuveitu
vísa máli Svandísar frá dómi, þessarar sömu Svavdísar sem
hefur pólitísk meirihlutaítök í þessarar sömu Orkuveitu og sem
þessir lögfræðingar vinna fyrir.  Það er það sem ég skil ekki.......

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 29.10.2007 kl. 21:45

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Já tek undir þetta þitt álit Guðmundur, nokkuð sérkennilegt.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 30.10.2007 kl. 00:26

3 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Þú ert ekki einn um það Guðmundur að skilja ekki alla þessa vitleysu og til að þvæla málið ennþá meira svarar borgarlögmaður Umboðsmanni Alþingis því, að málefni Orkuveitunnar komi hvorki borgarráði né borgarstjórn akkúrat ekki neitt við.

Jakob Falur Kristinsson, 2.11.2007 kl. 10:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband