Óskiljanleg afstaða Mbl til Vinstri grænna
15.12.2007 | 21:39
Í forystugrein Morgunblaðisins í dag er fjallað um ríkisstjórnar-
samstarfið í tilefni þess að það hefur nú staðið yfir í hálft ár.
Ber greinin öll merki þess að ritstjórn blaðsins er síður en svo
ánægð með núverandi stjórnarsamstarf og segir að ,, innan
Sjálfstæðisflokksins gætir vaxandi þreytu gagnvart samstarfs-
flokknum, ekki síst vegna margvíslegra yfirlýsinga ráðherra og
þingmanna Samfylkingar, sem þingmönnum Sjálfstæðisflokks-
ins þykir ekki í samræmi við stjórnarsáttmálan". Og ennfremur:
,, Innan Samfylkingarinnar má finna vaxandi hroka gagnvart
Sjálfstæðisflokknum eins og við mátti búast og væntanlega
líta Sanfylkingarmenn svo á, að þeir eiga annara kosta völ en
Sjálfstæðisflokkurinn ekki".
En það sem mesta athygli vakti varðandi forystugreinina og
sem er í raun framhald af svipuðum viðhorfum blaðsins og sem
hljóðar svo. ,, En það er líka spurning um afstöðu Vinstri grænna.
Ef fulltrúar þeirra í borgarstjórn kæmust að þeirri niðurstöðu, að
þeir ættu meiri málefnalega samleið með Sjálfstæðisflokknum þrátt
fyrir allt, sem ekki er hægt að útiloka, gæti það verið vísbending um
nýja þróun á landsvísu".
Hvers konar óskhyggja og vitleysa er þetta? ,,Meiri málefnalega
samstöðu með Sjálfstæðisflokknum". Vinstri grænir ? Flokkur sem er
eins langt til vinstri í íslenzkum stjórnmálum og hugsast getur.
Flokkur sem meir að segja heldur uppi vörnum fyrir anarkistum og
vill Ísland eina landið í heimi berskjaldað og varnarlaust. Í hvaða
pólitískum fílabeinsturni er ristjórn Morgunblaðisins eiginlega.? Er
Morgunblaðið ekki lengur borgaralega sinnað blað lengur?
Það er hins vegar hárrétt hjá riststjórn MBL að ríkisstjórnin er
sundurleit og veikburða þrátt fyrir stóran þingmeirihluta. Hún á því
að fara frá og það sem fyrst. En í stað hennar á að koma þjóðleg
borgaraleg ríkisstjórn framfara og farsældar eins og fyrri ríkisstjórn
var. Kominn tími til að hin borgaralegu öfl í Sjálfstæðisflokki, Fram-
sóknarflokki og Frjálslyndum taki höndum saman og myndi blokk
gagnvart vinstriöflunum, og það til FRAMBÚÐAR, í sveitarstjórnum
sem og á landsvísu. Um það eiga vangaveltur riststjórnar Morgun-
blaðsins að fjalla. - Allt annað er óskiljanlegt fyrir borgaralega
sinnað og frjálslynt fólk.......
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.