Um merkis-viðtal við Sigurbjörn biskup og fl.
25.12.2007 | 14:29
Í Fréttablaðinu í gær var athyglisvert viðtal við Sigurbjörn
Einarsson biskup. Kom hann þar víða við þ.á.m um samband
ríkis og kirkju og þá trúarumræðu sem átt hefur sér stað að
undanförnu.
Í viðtalinu hafnar Sigurbjörn því að þjóðkirkjunni væri fyrir
bestu að slíta á hin sérstöku tengsl við ríkisvaldið. Stjórnar-
skráin kveði ekki einungis á um tengsl ríkis við þjóðkirkjuna.
Ákvæðið um þjóðkirkjuna hefði aldrei komist inn í stjórnar-
skrá ef ekki væri í húfi sjálf yfirlýsing ríkisins til kristindóm-
sins. Og Sigurbjörn segir:
,, Og þetta er ekki ríkisrekið fyrirtæki, fjarri því. Ríkið hefur
einfaldlega verið vörslumaður fjármuna kirkjunnar. Nú er
þeirri vörslu lokið og ríkið afslar sér ábyrgð á því með stuð-
ningi sínum við Þjóðkirkjuna".
Varðandi þá neikvæðu umræðu einstakra aðila um Þjóð-
kirkjuna að undanförnu segir Sigurbjörn kirkjuna eiga svo
mikinn stuðning meðal almennings, trausta vini og úrvals-
starfsfólk að hún þurfi ekki að óttast þetta óvildarfólk.
Hann segir:
,, Þjóðkirkjan þarf því ekki að einblína á fyrirbæri sem eru
meira og minna óeðlileg" - og vísar meðal annars til sam-
taka vantrúaðra. ,, Ég vildi ekki meina neinum að hafa skoð-
anir en menn verða þó að virða þá lágmarkskröfu að koma
fram við aðra af sæmilegri sanngirni og væna menn ekki um
óheiðarlegar tilfinningar eða vanþroska eða skort á mann-
viti. Fólk á ekki að afflytja málstað náungans".
Athyglisverðust er þó ummæli Sigurbjörns biskups um fyrir-
huguða lagabreytingu, þar sem menntamálaráðherra hyggst
nema á brott sérákvæði úr grunnskólalögum um KRISTILEGT
SIÐGÆÐI í skólastarfi. Sigurbjörn segir: ,, Auðvitað er evrópsk
móðursýki líka til og hefur aldrei verið keppikefli Íslendinga né
æskilegt hlutverk okkar að skríða eftir allri evrópskri sérvisku.
Varasamur eða spilltur tíðarandi er alls ekkert betri þótt hann
sé evrópskur." Þarna vísar Sigurbjörn til þess að aðförin að
kristindómasfræðslu í skólum endi með því að bannað verði að
syngja Heims um ból og segir: ,, Þeir vilja ekki hafa litlu-jólin
og ekki neitt sem minnir á kristindóminn. Þeir heimfæra allt
undir trúboð. Þá má segja að hvar sem þú heyrir sungið Heims
um ból, að það sé trúboð. Við eigum það kannski fram undan að
meiga bara hvísla það innandyra og hvergi á opinberum vett-
vangi".
Svo mörg voru þau orð, og vonandi að menntamálaráðhera sjái
að sér á nýju ári. Í fréttum RÚV í dag kemur fram að kirkjusókn
hafi verið með mesta móti í gær. Víða var fullt út úr dyrum í aftan-
söng kl 18 og fjöldi sótti miðnæturmessu. Athyglisverð voru þau
ummæli sóknarpretsins í Neskirkju, að umræðan um kristni að
undanförnu hafi orðið til þess að bæta kirkjusókn. Sóknarprestur
Hallgrímskiirkju segir það sama. Kirkjusóknin hefur aukist við um-
ræðuna um Þjóðkirkjuna. Kristnin hefur verið samofin íslenzkri þjóð-
þjóðmenningu yfir 1000 ár, og því augljóst að þjóðin sameinast um
hana þegar að henni er vegið. Að lokum er vert að geta upplýsinga
á heimssíðu Björns Bjarnasonar kirkjumálaráðherra sem telur 95%
þjóðarinnar kristna en langflestir þeirra eru í þjóðkirkjunni. Þetta er
byggt á nýjustu upplýsingum sem kirkjumálaráðherra hefur undir
höndum. - Sem segir einfaldlega að Íslendingar eru fyrst og fremst
KRISTIN þjóð. Krikjan og kristin trú er samofin íslenzkri þjóðmenn-
ingu sem STANDA BER VÖRÐ UM eins og öll önnur þjóðleg gildi og
viðhorf.
GLEÐILEG JÓL !
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:50 | Facebook
Athugasemdir
Mikið lifandis ósköp er ég innilega sammála Sigurbirni.
kv.gmaria.
Guðrún María Óskarsdóttir., 26.12.2007 kl. 01:29
sæll guðmundur og gleðileg jól, já bæði þjóðleg og kristileg. og takk fyrir góðan pistil, hrein snilld að lesa komment gamla biskupsins enda hefi ég alltaf talið mér til gildis að vera í frændsemi við þann karl, þeir afi minn ku hafa verið þremenningar austan úr meðallandi.
Bjarni Harðarson, 26.12.2007 kl. 03:21
Það er ekki rétt hjá biskubnum Sigurbirni, að þjóðkirkjan sem slík eigi, eða hafi átt eignir kirknanna.Þjóðkirkjan er ekki og hefur aldrei verið til í eignarlegum skilningi.Söfnuðirnirog kirkjurnar sjálfar voru skrifaðar fyrir þeim eignum sem þær áttu, þar til við siðaskifti að kóngur skrifaðist fyrir kirkjunum.Eftir að ísland varð fullvalda ríki tók Íslenska ríkið við eignum kirknanna.Eftir sem áður er hver kirkja,með öllum sínum eignum ,sumar eiga verðmætar jarðir, skráðar fyrir sinni eign.Það er mikils virði fyrir landsbyggðina að biskub og prestar og söfnuðir við Faxaflóann nái ekki að ræna söfnuði úti á landi þeim eignum sem kirkjur þar eru skráðar fyrir.Það mun koma sér vel fyrir litla kirkjusöfnuði úti á landi að kirkjur þeirra eigi eignir, þegar kemur að aðskilnaði ríkis og kirkju.Í öllum hinum lýðfrjálsa heimi, nema á Norðurlöndunum, er það talinn grundvöllur lýðræðis að menn blandi ekki saman trú og stjórnmálum.Á hinum Norðurlöndunum vita menn af þessum blett á lýðræðinu og þar er verið að reyna að vinna að aðskilnaði.Í þeim löndum Íslam þar sem mest er traðkað á lýðræðinu er íslam lögskipuð ríkistrú.Í þeim löndum þar sem kristni er sterkust er algjör aðskilnaður ríkis og kirkju, svo sem í Rómversk kaþólsku löndunum,þar sem býr einn milljarður manna og menn, mæta á hverjum sunnudegi í kirkju.Þar er trúboð ekki leyft í skólum.Því miður verður það að segjast að ég held að eini tilgangur ríkisstarfsmannanna,prestanna innan þjóðkirkjunnar, með áróðri sinum fyrir því að þeir fái að valsa um ínnan ríkisins og boða það að ríkið sé sama og þjóðin sé sá að þeir vilja getað heimtað sitt kaup af ríkinu.Margir þeir sem vilja aðskilnað ríkis og kirkju telja að það muni styrkja kristni í landinu.Svo er um mig.
Sigurgeir Jónsson, 26.12.2007 kl. 23:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.