Framsókn komi að nýjum borgarstjórnarmeirihluta


   Nú þegar Björn Ingi Hrafnsson hefur tekið þá réttu ákvörðun
að hætta  sem borgarfulltrúi  Framsóknarflokksins í  Reykjavík
hefur skapast ný pólitísk staða. Ekki bara í pólitíkinni í Reykjavík,
heldur jafnvel á landsvísu. Svo virðist að sögulegar sættir séu
að náðst milli Sjálfstæðismanna og Frjálslyndra með myndun nýs
meirihluta þessara flokka í borgarstjórn Reykjavíkur. Skv skoðana-
könnun Fréttablaðsins nýtur þessi meirihluti stuðning stórs hluta
kjósenda þessara flokka. Athygli vekur að verulegur hluti kjósenda
Framsóknarflokksins eða tæpur helmingur styður hinn nýja meiri-
hluta, þrátt fyrir þau miklu átök sem geysað hafa innan flokksins í
Reykjavík að undanförnu. Í ljósi þess að hinn nýji borgarstjórnar-
meirhluti þarfnast styrkari stoða, og þess að mikilvægt er að Fram-
sóknarmenn sliðri nú sverðin eins og formaðurinn kallar eftir, á
Framsóknarflokkurinn sem miðjuaflið í íslenzkum stjórnmálum að
koma inn í hinn nýja meirihluta  Sjálfstæðisflokks  og  Frjálslyndra.  
Það gæti svo orðið undanfari að mun víðtækara samstarafi þessara
borgaralegu flokka í framtíðinni, bæði í sveitarstjórnum og á lands-
vísu. Þá loks hefði myndast  tveir pólar  í íslenzkum  stjórnmálum 
sem all flestir kjósendur  kalla eftir. Víðast hvar í okkar nágranna-
löndum takast á tvær pólitískar blokkir, hin borgaralega mið- og
hægriafla og sú til vinstri.  Þannig á það einnig að vera á Íslandi.
Hreinar og klárar pólitískar línur sem kjósendur geta gengið að
sem vísu. Núverandi samkrull í íslenzkum stjórnmálum gengur ekki
lengur, og er lýðræðinu hættulegt. Hin pólitíska upplausn í Reykja-
vík er gott dæmi um það, og óeiningin innan núverandi ríkisstjórnar.

    Framsóknarflokkurinn hefur ætíð skilgreint sig sem miðjuflokk og
miðjuaflið í  íslenzkum  stjórnmálum. Þess vegna á  flokkurinn mun
meiri samleið með borgaralegum flokkum en hinum til vinstri. Hins
vegar hefur flokkurinn undanfarið fjarlægst allt of hinar upprunalegu
ÞJÓÐLEGU rætur sem hann er sprottinn af. Þannig hefur daður sumra
flokksmanna við Evrópusambandsaðild t.d stórskaðað ímynd þess
ÞJÓÐLEGA MIÐJUFLOKKS sem Framsóknarflokkurinn á að vera. Enda
fylgið eftir því í dag. Númer eitt er að  stjórnmálaflokkur  hafi skýra
og klára ímynd og alllir viti fyrir  hvað hann stendur hverju sinni, OG
GETI TREYST ÞVÍ ! 

    Framsóknarflokkurinn á því að taka þátt í hinum nýja meirihluta í
Reykjavík. Öll pólitísk rök hníga að því, bæði fyrir stjórnmálin á Ís-
landi og Framsóknarflokkin sjálfan..........
mbl.is Framsóknarmenn slíðri sverðin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband