Menntamálaráðherra ætlar enn að úthýsa kristin gildi


  Svo virðist að Þorgerður Katrín menntamálaráðherra
ætli enn að streitast við að úthýsa kristum gildum  og
kristnu siðgæði úr grunnskólum Íslands. Kom þetta
fram á fundi hennar í Valhöll í gær og sem Bylgjan
greindi frá nú í hádegisfréttum. Kom skýrt fram á
fundinum, að mörgum hafi sárnað að orð um kristin
gildi og siðfræði væri ekki lengur að finna í skóla-
stefnunni. Eðlilega, því Sjálfstæðisflokkurinn hefur
hingað til litið á sig málsvara kristinna og þjóðlegra
gilda í íslenzku samfélagi.

   Því er tilefni til að spyrja á hvaða ferð er menntamála-
ráðherra í þessu máli?  Hefur ráðherra þingflokk Sjálf-
stæisflokksins á bak við sig í málinu? Því verður alls
ekki trúað, því þá er flokkurinn heldur betur kominn frá
uppruna sínum. 

    Rök ráðherra um að Íslendingar verða að lúta sömu
lögum í þessu eins og t.d Norðmenn eru út í hött og sem
margsinnis hefur verið bent á. Við erum jú enn frjáls og
fullvalda þjóð. Þjóð sem hefur enn um það að segja hvort
íslenzkur menningararfur, þjóðleg og kristileg gildi verði
enn grunnstöðir íslenzkar þjóðfélagsgerðar  eða ekki.

   Því verður á annað ekki trúað en að menntamálaráðherra
taki áform sín til baka.  Ef ekki, þá Alþingi Íslendinga !
En þá hefur Sjálfstæðisflokkurinn heldur betur glutrað hlut-
verki sínu í íslenzkum stjórnmálum. Hlutverki, sem hann er
kannski þegar farinn að missa í dag, einmitt fyrir m.a til-
verknað þessa ráðherra í ýmsum öðrum málum.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Egill Óskarsson

Stendur kristnin virkilega slíkum brauðfótum í íslensku samfélagi í dag að það að rúmlega 30 ára gömlu orðalagi í lögum um menntastofnanir ógni 'grunnstoðum íslenzkrar þjóðfélagsgerðar'?

Hvað í þessari orðaröð sem koma á inn í lögin er ekki í samræmi við kristilegt siðgæði eða kristin gildi? Umburðarlyndi, jafnrétti, lýðræðislegt samstarf, ábyrgð, umhyggja, sáttfýsi og virðing fyrir manngild? Svo hefur reyndar komið fram tilaga um að bæta við orðinu 'kærleik' þarna inn líka, frá að því ég held eina alþingismanninum sem starfað hefur sem prestur. 

Það er eitthvað alvarlegt að ef að svona breyting er einhver ógn við íslenska þjóðfélagsgerð. 

Egill Óskarsson, 3.2.2008 kl. 16:31

2 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Það má snúa spurningunni á haus. Hvað er það í ákvæðinu núgildandi um kristilegt siðgæði sem ógnar upptalningu þinni Egill
varðandi umburðarlyndi, jafnrétti, lýðræðislegt samstarf, ábyrgð,
umhyggja, sáttfýsi og virðing fyrir manngildi? Nákvæmlega EKKERT.
Þess vegna er áform menntamálaráðherra óskiljanlegt. Við erum KRISTIN ÞJÓÐ og kristin trú er samofinn okkar ÞJÓÐMENNINGU í heil
þúsund ár. Er ein af okkar ÞJÓÐLEGUM GILDUM. Hvers vegna að gefa afslátt af því?  Út í hött! Og kemur úr hörðustu átt frá ráðherra
Sjálfstæðisflokksins.

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 3.2.2008 kl. 17:04

3 Smámynd: Kristján H Theódórsson

Þorgerður Katrín á heiður skilið og sýnir meira af s.k. kristilegu siðgæði á borði en flestir gagnrýnendur hennar í orði, ef hún heldur haus í þessu máli og lætur ekki undan gagnrýni hins "sannkristna aðals" í landinu. Hún er greinilega meiri unnandi friðsamlegrar sambúðar trúarbragðanna en svo að hún láti herskáa krossfara slá sig útaf laginu.  Það hefur ekkert uppá sig að hanga á þessu orðfæri í lagatexta. Þau okkar sem telja sig sannkristin geta kallað þetta kristin gildi sín á milli, en leyft þeim sem telja upruna gildanna af annarri rót að hafa þá skoðun fyrir sig.

Kristján H Theódórsson, 3.2.2008 kl. 23:29

4 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Skil þín sjónarmið Kristján, ert í þeim hópi sem ert látlaust tilbúinn
að bakka með okkar grunngildi fyrir einhverja smáhópa. Væntanlega
til að þóknast svokölluðu ,,fjölmenningarsamfélagi" á Íslandi.

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 4.2.2008 kl. 09:16

5 Smámynd: Kristján H Theódórsson

Það er rangt ályktað hjá þér Guðmundur að ég sé í þeim hópi sem þú nefnir. Þvert á móti er ég ekki heldur tilbúinn með að bakka með ákveðin grunngildi fyrir ofurfrekju hins kristna meirihluta, sem með framgöngu sinni drullar yfir það sem hann þykist standa fyrir.

Sjálfur er ég alinn upp í þessu kristna samfélagi og hef gengt störfum sem leikmaður innan kirkjunnar, en það var ekki á þeim yfirgangs og hrokaforsendum sem koma fram hjá þeim sem ekki þola að bakkað sé út úr þessu rúmleg 30 ára orðalagi í grunnskólalögum.

Trúarbrögð eiga sér annan heimavöll en skólana og okkar ríkiskirkja á nóg húsnæði og aðstöðu umfram flest önnur trúarbrögð til að sinna sínu trúboði.

Kristján H Theódórsson, 5.2.2008 kl. 22:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband