Bjarni Ben kvartar undan krötum í Evrópumálum
3.2.2008 | 21:16
Í Fréttablaðinu í dag kvartar Bjarni Benediktsson, þingmaður
Sjálfstæðisflokksins, og formaður utanríkismálanefndar Alþingis,
undan krötum í Evrópumálum. Í frétt blaðsins kemur fram að í
Brussel sé ástandið orðið svo, að þar sé spurt hvort stefnu-
breytinga í Evrópumálum sé að vænta af hálfu Íslands. Þar er
vísað til síendurteknar yfirlýsingar ráðherra Samfylkingarinnar
að hagsmunum Íslands sé betur borgið inna ESB en utan.
Bjarni Benediktsson segir ,,að standlaust tal Samfylkingar-
innar um að aðild væri betri kostur er farið að skjóta rótum
í Brussel þar sem menn spyrja hvort stefnubreyfinga sé að
vænta. Það finnst mér ekki sniðugt" segir Bjarni.
Við hverju bjuggust sjálfstæðismenn þegar þeir mynduðu
ríkisstjórn með hinum Evrópusambandsinnuðum krötum s.l
vor ? Og ekki bara það. Eftirlétu þeim utanríkismálin, þ.á.m
Evrópumálin. Voru þeir svo barnalegir að halda að þeir not-
uðu ekki tækifærið ESB-málstað sínum til stuðnings? Enda er
það heldur betur komið á daginn. Ekki síst vegna þess líka
að flokksforysta Sjálfstæðisflokksins virðist svo veik í dag
að hún eftirlætur krötum nánast hvað sem er í þessu stjórn-
arsamstarfi. Jafnvel að tala niður gjaldmiðil þjóðarinnar dag
eftir dag og mánuð eftir mánuð. Í alvöru ríkisstjórn yrði við-
skiptaráðherra sem gerði slíkt umsvifalaust hent út úr ríkis-
stjórn. - En það er nú heldur betur ekki að heilsa þar sem
hinir ESB-sinnuðu sósíaldemókratar virðast nánast komast
upp með hvað sem er, í ríkisstjórn Þorgerðar Katrínar.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.