Öfga-islamistar í Noregi í útrás


    Yfirmaður norsku öryggislögreglunnar segir í samtali við
Aftenposten, að islamiskir öfgamenn í Noregi reyni að fá
múslima  þar  í  landi, til að  heyja   heilagt stríð í öðrum
löndum.  Þetta er enn eitt dæmi um hversu miklu hlutverki
öryggislögregla og leyniþjónustur gegna við að fylgjast
með og koma upp um hryðjuverkastarfsemi. Engin þjóð
er óhult í dag fyrir slíkum glæpalíð.

   Dómsmálaráðherra upplýsti í gær að Ísland stafaði
stöðugt meiri hætta af allskyns skipulögðum erlendum
glæpahópum. Það er barnaskapur og í raun vítaverður
hugsunarháttur  að halda  að  við  Íslendingar  þurfum
ekki að byggja upp öryggisnet eins og allar aðrar þjóðir
gera til að vernda þegna sína. Skiptir engu máli  hvaða
stofnanir það heita, greiningardeild eða leyniþjónusta.
Aðalatriðið er að þær starfi og þjóni tilgangi sínum við
að tryggja innra öryggi ríkisins og þegna þess.

  

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband