Framsókn vill breyta kvótakerfi.


   Að sjálfsögðu eigum við SEM SJÁLFSTÆÐ ÞJÓÐ alls ekki að
hluapa til handa og fóta og breyta íslenzkum lögum ef einhver
nefnd úti í heimi hefur einhverja skoðun á lögum og reglum á
Íslandi. Þannig hefur Mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna
kallað á það að lögum um  stjórn  fiskveiða  verði  breytt. Álit
Mannréttindanefndar S.Þ er ekki bindandi fyrir íslenzk stjórn-
völd. Það er á hreinu. Enda skipuð fulltrúum  margra ríkja sem
ÞVERBRJÓTA GRÓFLEGA ÖLL mannréttindi í dag.

  Hins vegar er það ánægjuefni ef sem flestir stjórnmálamenn
og flokkar komast að þeirri niðurstöðu að núverandi fiskveiði-
stjórnunarkerfi er gengið sér til húðar og þurfi uppstokkunar
við. Þannig var það ánægjulegt að heyra formann Framsóknar-
floksins opna á það loksins að kerfið yrði allt tekið til skoðunar
með aðkomu allra stjórnmálaflokka að því.

   Eitt af því sem Framsóknarflokkurinn þarf að gera í sínu upp-
byggingastarfi er að enduskoða stefnu sína í sjárvarútvegs-
málum. Hún gengur alls ekki upp, eins og allflestir Íslendingar
vita.  Yfirlýsingar Guðna ætti því að boða gott alla vega  hvað 
það varðar..........

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Já Loksins, loksins, loksins.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 6.2.2008 kl. 01:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband