Dæmi um lýðræðisást ESB-sinna


  Í frétt 24  stunda í  dag er sagt  frá því  að systurflokkur
Samfylkingarinnar  á  Íslandi, breski Verkamannaflokkurinn,
íhugi nú að beita fjóra þingmenn sína agaviðurlögum vegna
þess að þeir voguðu sér að vinna að því að Lissabon-sáttmáli
ESB yrði borinn undir þjóðaratkvæði í Bretlandi. Þvert á vilja
forsætisráðherra og formanns Verkamannaflokksins, Gordons
Browns. Vilja þingmenninir kanna hug Breta með því senda
spurningalista til hálfrar milljónar kjósenda, þ.s spurt verður
hvort fólk sé hlynnt því að Lissabon-sáttmálinn verði settur
í þjóðaratkvæðagreiðslu.

  Þarna er bara enn eitt lítið dæmi sem tengist ,,lýðræðisást"
ESB-sinna þegar kemur að því hvort fólk hafi um það eitthvað
að segja hvernig ESB virkar, þróast, og stjórnast. Og ef svo
slysalega vill til að fólk fái um slíka hluti að segja, og að sú
niðurstaða sé Brussel-valdinu ekki þóknarlegt,  þá er bara
kosið aftur og aftur og aftur  þar til hin ásættanlega niður-
staða  er fengin fyrir Brussel.......... Svo einfalt er þetta ESB-
lýðræði nú  sem m.a Samfylkingin lofar í bak og fyrir.......

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband