Öfga-íslamistar ætla að ráðast á Þýzkaland


   Þýska leyniþjónustan hefur komist að því að al-Qaeda er að
undirbúa árás á Þýskaland. Enginn virðist óhultur lengur fyrir
þessum öfgafulla íslamistaliði. Þökk sé árvökum leyniþjónustum
að koma upp um slík hryðjuverkaáforn, og helst að uppræta
þetta glæpahyski áður en það kemur ódæðisverkum sínum í
framkvæmd.

  Það er sorgleg einfeldni höfunda bókarinnar" Íslam með af-
slætti" sem kom út herlendis  fyrir s.l jól að halda því fram að
vesturheimi stafi engri ógn af Íslam. Allt slíkt væri órökstuddur
hugarburður  hægri-öfgamanna. - Slíkur  málflutningur  dæmir
sig sjálfur, eins og  dæmin sanna  hvað  eftir  annað.  - Enda
slíkur málflutningur klárlega ættaður úr herbúðum vinstri-öfga-
manna.  
mbl.is Vilja ráðast á Þýskaland
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Einu sinni voru hér á landi menn sem óttuðust að vegna fólksfjölgunar í Japan og Asíu mundu þeir flæða yfir Vesturlönd og yfirtaka þau. Það voru menn sem tóku þetta svo bókstaflega að þeir stóðu í fjörunni og fylgdust með skipaferðum til að geta varað fólk við þegar þeir kæmu.

Hér á landi eru nú menn sem hafa beint og óbeint drepið hundruði eða þúsundir ungsfólks í gegnum tíðina með því að gera þau háð eiturlyfjum. Þetta er eins um allann hinn vestrænaheim. Ég er næsta viss að ef eins miklu væri eytt í að uppræta þessi glæpagegni og eitt er í að herja á Mið Austurlönd og ala á andúð á þeim sem og andúð þeirra á okkur, þá mundu bjargst mun fleiri mannslíf.

Málfluttningur í þessu máli er að verða slíkur að okkur Vesturlandabúum fer að þykja eðlilegt að skjóta fyrst þegar við sjáum hugsanlegan múslima.

Veit ekki til þess að nokkur hafi dáið í aðgerðum þeirra hér á Vesturlöndum nema í þessum 3 árásum þarna 2001 og 2002 í USA, Bretlandi og Spáni. Og það eru komið á 6 ár síðan.

BinLaden talaði um það m.a. þarna fyrir 6 árum að hann ætlaði að svipta okkur örygginu og þegar að menn fá þetta svona á heilan að vera sífellt að dæma alla sem hafa sömu trúarbrögð sem hættulegt fólk og ala á tortyggni og óvild, þá er honum að takast það sem hann ætlaði.

Held að við ættum kannski að byrja á að útrýma þessum hryðjuverkamönnum sem eru markvist að gera börnin okkar háð eiturlyfjum. Held að þeir séu okkur mun nærtækari.

Magnús Helgi Björgvinsson, 9.2.2008 kl. 03:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband