Hanna Birna átti að taka við


   Auðvitað átti niðurstaða borgarstjórnarflokks Sjálf-
stæðisflokksins í dag að vera sú að Vilhjálmur axlaði
fulla pólitíska ábyrgð í REI-hneykslinu og segði af sér,
og Hanna Birna Kristjánsdóttir tæki við, og yrði næsti
borgarstjóri eftir rúmt ár. Þannig hefði málið verið gert
upp svo  að bærileg sátt hefði getað myndast  meðal
borgarbúa.  Þá hefði með  slíkri afgreiðslu  auk þess
skapast nýtt pólitískt landslag sem heði getað styrkt
núverandi meirihluta, hugsanlega  með innkomu fleiri
að honum, eins og víkið er að í písli mínum hér á undan.

   Því miður var raunin allt önnur. Og raunar afleit
niðurstaða. Sem sýnir hversu ágreiningurinn er orðinn
mikill innan Sjálfstæðisflokksins, og hversu veik nú-
verandi flokksforysta er. Það að formaðurinn skuli ekki
treysta sér til að segja af eða á um stuðning sinn við
núverandi oddvita flokksins í Reykjavík sem væntan-
legan borgarstjóra er með hreinum ólíkindum. 

  Vandræðagangurinn innan Sjálfstæðisflokksins mun
því halda áfram. Eflaust  smjörþefurinn af því sem koma
skal....... 
mbl.is Vilhjálmur: Hef axlað ábyrgð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband