Broslegt og kjánalegt hjá fulltrúum Samfylkingar


   Það er hálf broslegt sem kom fram í Fréttablaðinu í
gær að sumt Samfylkingarfólk hafi sagt upp Mogganum
út af ritstjórnarskrifum blaðsins. Haft er eftir forstöðu-
manni  áskriftardeildar Moggans, að  þetta hafi þó haft
hverfandi áhrif á fjölda áskrifenda.  Og í lokin segir hann.
,, Og ég ætla nú að fylgjast með því hvort þau Dagur og
Oddný komi ekki aftur til okkar fljótlega, því ég held að
enginn geti verið í stjórnmálum án þess að lesa Morgun-
blaðið eins og önnur blöð".

  Raunar vissi maður að Oddný hafði sagt upp Mogganum
um daginn. Hún upplýsti það sjálfí í Silfri Egils. En að Dagur
B Eggértsson hefði fylgt í kjölfarið hefði manni aldrei dottið
í hug. Hafði aldrei vitað að sá ágæti maður gæti borið í
brjósti slíka pólitíska heift. Já og þá pólitíska heimsku!

  Þetta er ekki bara broslegt og kjánalegt. Þetta segir svo
ótal margt um viðkomandi.  Að fólk í stjórnmálum nútímas
sem vill vera vel upplýst um flesta  hluti  samtímas, og vill
þar af leiðandi láta taka sig alvarlega, skuli haga sér svona
barnalega og detta í slíkan pytt, er með hreinum ólíkindum !

  Svo ekki sé svo  nefnt á allt umburðarlyndið!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Held að þau geti nú nálgast moggann án þess að kaupa hann. Ég hef aldrei verið áskrifandi en les hann daglega. Finnst ágætt að fólk sem er ekki ánægt með gæði fjölmiðils /blaðs segi hug sinn með því að neita að kaupa aðgang að honum. Neytendur á Íslandi mættu vera duglegri almennt að láta vita ef þeir eru ekki ánægð með gæði og eða þjónustu, með því að hætta að kaupa á þeim stöðum.

Skil vel að fólk sem starfar í Samfylkingu hafi lítinn áhuga á því að kaupa fyrir á 3 þúsund dagblað sem gerir í því að ausa yfir formann Samfylkingarinnar og flokkinn einhverju prívat hatri Ritstjórans.

Magnús Helgi Björgvinsson, 12.2.2008 kl. 22:48

2 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Dæmalaus athugasemd Magnús. Auðvitað á fólk í pólitík að fylgjast
með helstu pólitísku fjölmiðlunum eins og Mbl. Að hlaupa til handa
og fóta eins og í þessu tilfelli og segja Mbl upp af því að það er eitthvað ósátt með tiltekin skrif er með hreinum ólíkindum. Finnst t.d að Dagur hafa fallið mjög við þetta.  Ef ekki er hægt að tala um 100% pólitískan hroka í þessu veit ég ekki hvað hroki er. - Auk þess að vera meiriháttar kjánalegt...

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 13.2.2008 kl. 17:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband