Erlendur skýri stefnu sína sjálfur
13.2.2008 | 17:09
Það er vægast sagt kátbroslegt þegar formaður Viðskiptaráðs
Erlendur Hjaltason, segir að stjórnvöld verða að vera skýr þegar
kemur að ákvörun um hvort taka beri upp evru á Íslandi. En hvað
með hann sjálfan? Vill hann ganga í Evrópusambandið? Og ef
svo er, hvers vegna í ósköpunum segir hann það þá ekki heint út?
Því frumforsenda þess að taka upp evru er að ganga í Evrópusam-
bandið. Meir að segja sjálfur seðlabankastjóri evrópska seðlabank-
ans fullyrðir það. Og nú síðast í dag á þessu sama Viðskiptaþingi
sem Erlendur helt tölu sína, lýsti Jurgen Stark, stjórnarmaður í evróp-
ska seðlabankanum því yfir skýrmerkilega, að Evrópusambandið væri
EKKI fylgjandi einhliða upptöku evru. Síkt gæti haft slæmar afleið-
ingar fyrir ESB og landið sem ætti í hlut.
Þegar menn stiga á stokk og þenja sig út verða þeir að gera það
með þeim hætti að skiljanlegt er og að mark sé á takandi.........
Mun vitlegri kostur er hins vegar að athuga hvort ekki sé orðið
tímabært að endurskoða það að gegngisskráning krónunar verði
áfram algjörlega fljótandi. Binda hana t.d við ákveðna myntkörfu
eða ákveðinn gjaldmiðil með ákveðnum frávikum.
Gleymum svo ekki að í öllu umrótinu á erlendum fjármálamörkuðum
hafa hinir ýmsu gjaldmiðlar þ.á.m hinir stærstu sviflast upp og niður.
Krónan er ekki sér á báti hvað það varðar. Og gleymum svo ekki
heldur því mikilvæga. Ef að um allt þrýtur og virkileg peninga- og
efnahagsleg heimskrísa eða kreppa skapis, væri það þá ekki meiri-
háttar styrkleiki AÐ RÁÐA YFIR EIGIN GJALDMIÐLI? Geta stýrt
honum miðað við ÍSLENSKAR AÐSTÆÐUR, sem við gætum hins
vegar ALLS EKKI með erlendan gjaldmiðil.... Því með eigin gjald-
miðil geta íslenzk stjórmvöld alltaf gripið inn í á hættutímum og
ákveðið gengisskráninguna miðað við ÍSLENZKA HAGSMUNI.
Allt of margir virðast horfa fram hjá þessum mikilvæga hlut þegar
rætt er um að taka upp erlendan gjaldmiðil.
Kallar eftir skýrri evrustefnu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Nákvæmlega. Þarna kemur þú að kjarna málsins. Krónan getur nefnilega nýst okkur sem hagstjórnunartæki og þess vegna er glapræði að kasta henni. Hvers vegna kasta frá okkur verkfærunum? Þessi evruumræða er á villigötum. Ég skil ekki það fólk sem talar um að taka upp evru eins og það sé nánast sjálfsagður hlutur. Við í Frjálslynda flokknum höfum lengi bent á myntkörfuleiðina.
Magnús Þór Hafsteinsson, 13.2.2008 kl. 18:09
Stjórnvöld hafa tvö hagstjórnar tæki. atvinnu og vexti. Atvinnu í þeim skilningi að stýra atvinnuleysi. í miklum uppgangs tímum og þennslu þarf eitthvað til afstýra verðbólgu. ef það eru ekki háir vextir þá þarf að stýra þennslunni með því að skapa atvinnuleysi.
Mér fynnst ótrúlegt að vinir littla mannsins í Samfylkingunni séu svo hrifnir af því að skapa atvinnuleysi ef efnahagslífið glæðist. en þeir kannski búast ekki við því að efnahagslífið mun gera annað en að vera stöðugt (staðnað) í ESB.
Fannar frá Rifi, 13.2.2008 kl. 21:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.