Annað hvort viðurkennist Kosovo eða ekki !
29.2.2008 | 00:26
Hvers konar ruglandi er þetta eiginlega? Annað hvort
viðurkennir Ísland Kosovo eða ekki. Hér og nú! Utan-
ríkisráðuneytið segir Ísland muni viðurkenna Kosovo, en
segir ekki hvenær. Og að sú viðurkenning hafi ekki for-
dæmisgildi. Hvenær í ósköpunum hefur viðurkenning á ríki
ekki fordæmisgildi? Þá segir ráðuneytið að hafa beri öryggi
og stöðugleika á svæðinu að leiðarljósi. Er ekki einmitt verið
að kynda undir ófriðarbáli á öllum Balkanskaga einmitt með
því að viðurkenna Kosovo sem er að alþjóðarétti óskoraður
hluti af Serbíu? Og það algjörlega þvert á vilja Serba? Þá er
stærsta ríki Evrópu, Rússland, algjörlega andvigt sjálfstæði
Kosovo ásamt fjölda annara ríkja Evrópu. Meir að segja er
Evrópusambandið þverklofið í málinu. Svo á að fara að
flækja Íslandi inn í ruglið, eins og nánast Írak forðum.
Er svona ruglandi boðlegur gagnvart íslenzkri þjóð?
Það eina sem gæti verið jákvætt við þetta er að nú mun
barátta íslenzkra stjórnvalda við að þvæla Íslandi inn í
Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna að engu orðin.
Hugtökin orsök og afleðing virðast utanríkisráðherra ekki
mikið hugleikin þessa daganna.......
![]() |
Íslendingar ætla að viðurkenna sjálfstæði Kosovo |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
þú ættir alveg pottþétt að viðurkenna Kosovo......eða ekki
Brjánn Guðjónsson, 29.2.2008 kl. 00:47
Þú ert bara farinn að hljóma eins og Ztyrmir
Magnús Helgi Björgvinsson, 29.2.2008 kl. 00:57
Fólk almennt hérlendis og úti veit ekki mikið um þetta mál. Viðurkenning er stórhættulegur, enda sjálfstæði og viðurkenning ólöglegur samkvæmt alþjóðasáttmálum.
Hver veit. Kannski fæst dóp og vændiskonur sem tengjast Kósóvo einmitt hér á landi. Ekki má heldur gleyma að alt uppbygging siðasliðin 60 ár þar í Kósóvo fór í rusl. Ekki eru Serbar þekktir að fara illa með fyrirtæki, annað með Albanar þar. Ætlum við framfæra þetta fólk eða verður það dóp bæli Evrópu á næstum árum. Auk þess er svæði eins og Guðmundur sagði, stór viðkvæmu.
Svo má hér nefna íslenskar fjárfestingar. Ef Íslendingar viðurkenna er fjárfestingum búið. Sorg að hér hefur ekki verið sagt neitt um eindilegingu slóvenska fyrirtækjanna i Serbíu. Enda stóð einmitt það land, sem sagt Slóvenía fast með Ameríkönum um þetta mál.
Alla vega Guðmundur, til hamingju með skyr skílabóð en því miður margir náðu þíg ekki.
Ég mæli með að þíð lesið þetta vel. Grein fjallar einnig Íslendinga í Kósóvo. http://serbblog.blogspot.com/2007/10/kolony-kosovo-by-maciej-zaremba.html
Andrés.si, 29.2.2008 kl. 02:25
Sammála þér annað hvort eða, engar vífillengjur og hik eða töf og tafs. Það er bara annað hvort eða.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.2.2008 kl. 09:20
Varðandi þá fullyrðingu, að þetta "muni ekki hafa fordæmisgildi," er þetta ekki bara til merkis um, hvað Ingibjörg Sólrún er orðin góð í því að apa eftir Bandaríkjastjórn?
Jón Valur Jensson, 29.2.2008 kl. 13:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.