Stóraukum samskiptin við Rússa !
3.3.2008 | 00:14
Dimitrí Medvedev hefur verið kosinn forseti Rússlands
með yfirburðum. Þá var met þátttaka í kosningunum, sem
sýnir að lýðræðið virkar í Rússlandi. Í raun má segja það
undrunarefni hversu fljótt og vel Rússar hafa byggt upp
sitt lýðræðislega þjóðskipulag eftir að hafa lifað við alræði
og kúgun kommúnismans lungan úr síðustu öld. Þökk sé
Pútín fráfarandi forseta, sem nú tekur við nýju og valda-
miklu embætti sem forsætisráðherra Rússlands.
Rússland er stórveldi sem á eftir að dafna og springa út.
Rússar eru stórbrotin menningarþjóð og eiga sér bjarta
framtíð á sem flestum sviðum, nú þegar þeir hafa loks hönd-
lað frelsið. Vinátta Íslendinga og Rússa hefur ætíð verið mikil.
Rússar voru meðal fyrstu þjóða til að viðurkenna íslenzka
lýðveldið, og veitti okkur mikilvægan stuðning í landhelgis-
stríðunum forðum daga.
Hinn rússneski markaður stækkar sífellt og mikill uppgangur
er fyrirsjáanlegur í rússnesku efnahagslífi í framtíðinni. Íslend-
ingar gætu þar átt stórkostleg tækifæri, ekki síst verandi utan
Evrópusambandsins. Gætum átt við Rússa ótal samskipti á
fjölmörgum sviðum og gert við þá mikilvæga viðskiptasamninga,
sem við gætum ekki gert með Brussel-valdið yfir okkur. Einn af
stóru kostunum að standa utan ESB.
Í öryggis- og varnarmálum munu hagsmunir Íslendinga og
Rússa samtvinnast á norður-slóðum. Vísir af öryggissammvinnu
við Rússa er í skoðun. Ljóst er að sú samvinna þarf að vera
mun viðtækari þegar fram líða stundir. Þannig gætu Íslendingar
lagt þungt lóð á þá vogarskál að ekki komi til vígbúnaðarkapp-
hlaups hér á norðurslóðum.
Sjálfstæð og framsækin íslenzk utanríkisstefna hlýtur því að
að horfa til þess m.a að stórauka hin pólitísku samskipti við
vini vora Rússa.
Og það sem allra fyrst !!!
Medvedev kjörinn forseti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:27 | Facebook
Athugasemdir
Heill og sæll, Guðmundur Jónas !
Heyr; fyrir þér, fyrir þessa ágætu færzlu. Mætti ætla, að við hugsuðum eins, oft á tíðum.
Hvað skyldi blessaður drengurinn, Magnús Helgi Björgvinsson segja nú ?
Með beztu kveðjum, sem jafnan / Óskar Helgi Helgason
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 3.3.2008 kl. 00:28
Olíuóhreinsunarstöð,á vestfjörðum::samskipti við Rússa segir þú er þetta ekki nóg.?
Númi (IP-tala skráð) 3.3.2008 kl. 00:29
Nóg hvað Númi minn í félum???????????
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 3.3.2008 kl. 00:43
Nú lízt mér ekki á þig, Guðmundur minn, að telja þessar kosningar sýna, "að lýðræðið virkar í Rússlandi."
PS. Ætli hann Númi vilji nokkuð (frekar en ég og margir aðrir) sjá hér neina olíuhreinsunarstöð?
Jón Valur Jensson, 3.3.2008 kl. 00:47
Númi hér í felum,Gummi minn,já sæll og heill elsku drengurinn.Þú vilt endilega að við endurvekjum viðskiptamátan sem við áður höfðum við Rússana,svosem er ekkert mikið út á það að setja ,en veröldin er hálfvitskert í dag,við jafnvel í hættu á milli stórveldana,::Risaolíuhreinsunarstöð á leiðinni á einn fegursta stað Lands vors.Aðalolígarkinn í þessu máli er hann Ólafur Egilsson fyrrum sendiherra og þar með eiginhagsmunabraskari í Moskvu,hann hefir verið leint og ljóst verið að undirbúa þessa óáran í mörg ár eflaust og lítið verið í sinni réttri vinnu,allur hans tími virðist hafa verið að dansa í kringum rússana .Guðmundur hinn ágæti hér.Við þurfum að hugsa lengra en fótur í stigi nær,sjá aðeins lengra en nöglin á stórutá.Það er búið.þú ert næstur gaman.
Númi (IP-tala skráð) 3.3.2008 kl. 00:59
Að sjálfsögðu eigum við að horfa til Rússa alveg sammála því .
kv.gmaria.
Guðrún María Óskarsdóttir., 3.3.2008 kl. 02:54
Sæll Guðmundur. Uss...ekki lýst mér á samstarf við Rússa. Ég treysti þeim ekki. lýst ekki á það sem Pútin er að gera en mér þykir það vera einræðislegir tilburðir.
Sérstaklega finnst mér stórvarasamt að fara í samstarf á sviði öryggis- og varnarmála. Mér hefur alltaf þótt Rússar vera að brölta með úrelt tæki sín í minnimáttarbaráttu við Bandaríkin. Ég vil ekki eiga þátt í þannig samstarfi. Svo hefur háttarlag þeirra með flug og kafbátasiglingar um Ísland, svo ég tali nú ekki um orð sendiherra Rússa, þegar hann sagði að íslendingum kæmi ekki við að Rússar væru hér að fljúga um eða sigla. Við verðum bara að sætta okkur við það. Ég segi NEI. Við eigum ekki að sætta okkur við það. Einfaldega vegna þess að Rússar eru EKKI samstarfsaðilar okkar í öryggismálum.
Kveðja,
Sveinn Hjörtur , 3.3.2008 kl. 10:00
Jón Valur. Alveg rétt hjá þér að það má að mörgu finna varðandi
þessar kosningar. En þegar á heildina er litið, mikil þátttaka og af-
gerandi úrslít, svo það að þjóðin er í raun í fyrsta skiptið að fóta sig
á lýðræðislegu stjórnarfarsumhverfi, þá er þetta afar merkilegt og
ánægjulegt. T.d hefur verið fullyrt að það tæki heila kynslóð fyrir
Austur-Þjóðverja að aðlagst hinum vestari hluta Þýzkaland. Þó bjuggu þeir mun skemur undir kommúniskri kúgun en Rússar.
Þá má ekki gleyma t.d framkvæmd kosninga t.d í Bandaríkjunum
sem oft er nefnt vagga lýðræðisins. Þar er forsetinn oftar en ekki
kosinn innan við 30% af þeim sem eru á kjörskrá. Og man ekki
betur að það þurfti marga daga eða vikur að finna út hvor yrði
kjörinn forseti síðast, slík var framkvæmdin á þeim kosningum.
Í Bandaríkjunum snýst raunar framboðsmöguleikar alfarið um
peninga fremur en hæfni og fyrir hvað viðkomandi stendur fyrir.
Er það lýðræði til fyrirmyndar ? Þannig við skulum ekki vera of
dómharðir þótt vissulega megi margt setja út á forsetakosningarnar Í Rússlandi. Viðurkenni það Jón Valur og
tek undir það með þér.
Númi. Sem Vestfirðngur sé ég ekkert við það þótt á Vestfjörðum
verði byggð olíuhreinsistöð ef vilji er til þess fyrir vestan og að
slík stöð uppfylli öll leyfi og mengunarvarnir. Því Vestfirðir verða
senn komnir í eyði eftir ekki svo langan tíma ef fram heldur sem
horfir. Því Vestfirðingum er í dag bannað að nýta sínu einu auðlind,
fiskinn í sjónum. Ekki geta þeir frekar en þú ég og aðrir lifað á
lofinu einu saman ? Eða hvað ?
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 3.3.2008 kl. 10:24
Sæll Hjörtur. Já þú ert ekki einn sem tortryggir Rússa. Og ekki kannski að ástæðilausu hafandi Sovétríkin í huga og heimsyfirráða-
hyggju þess. En nú eru bara hlutirnir GJÖRBREYTTIR og komin alveg
NÝ HEIMSMYND. Hver hefði trúað því fyrir 15-20 árum að í Rússlandi
sæti BORGARALEG RÍKISSTJÓRN kosinn af þjóðinni í almennum kosningum? Enginn! Rúsland er orðið lýðræðisríki, og hinn nýji
forseti er hrósað fyrir að vera hófsamur og leggja mikla áherslu á
réttarríkið enda lögfræðingur og kemur úr allt öðru umhverfi en t.d
Pútin.
Að sjálfsögðu eigum við að hafa góð og nána samvinnu við
Rússa. Sjálfur Björn Bjarnasson, dómsmálaráðherra sem hingað
til hefur ekki verið talinn Rússavinur gegnum áratugina, hefur
talað fyrir því, enda skynsamur maður og skynjar GJÖRBREYTTA
tíma. Eigum mikla hagsmuni að gæta með ÖLLUM þjóðum, ekki
síst Rússsum, þegar kemur að öryggismálum á N-Atlanatshafi
eins og marg oft hefur komið fram. Þess vegna er m.a Björn
Bjarnasson að vinna að slíku og er það vel. Einmitt ÖFLUG sam-
vinna ALLRA ríkja við N-Atlantshaf á sviði öryggismála dregur
úr spennu og tortryggni. Við eigum að vinna að slíku,...
Að sjálfsögðu!
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 3.3.2008 kl. 10:42
Heill og sæll, Guðmundur Jónas. Ýmislegt hefurðu þarna til andsvara, og þér finnst "þetta afar merkilegt og ánægjulegt" og ert þar að tala um kosningarnar. En ég var að hlusta á BBC-frétt um málið fyrir örfáum mínútum, þar sem afar mikið er sagt skorta upp á, að framkvæmdin hafi verið viðunandi, einkum varðandi kosningabaráttuna. Nigel Evans miðlaði þar t.d. þeim upplýsingum, að fjölmiðlaumfjöllun (coverage) um Medvedev hefði verið SAUTJÁN sinnum meiri en um alla aðra frambjóðendur samanlagða. Medvedev neitaði t.d. að koma fram í sjónvarpsumræðum með öðrum, en fekk að halda þar þeim mun fleiri og lengri einræður yfir þjóðinni. – Þar að auki dettur mér ekki í hug að treysta talningu, sem stjórnvöld stýrð af gömlum KGB-mönnum hafa umsjón með og engir hlutlausir aðilar fá aðgang að.
Ég tek einnig undir orð Sveins Hjartar um öryggis- og varnarmálin. – Með góðri kveðju,
Jón Valur Jensson, 3.3.2008 kl. 11:19
Ég heyrði í fréttum að vestrænir eftirlitsaðilar gera alvarlegar athugasemdir um framkvæmd kosninganna í Rússlandi. Varla er þetta dæmi um lýðræði eins og þær voru framkvæmdar.
Hvað olíuhreinsistöð á Vestfjörðum áhrærir, vona ég að þetta sé bara lélegt skop. Eitt slys (strand) með svona dasa og þar að auki ryðgaðir einbyrðingar og fiskimiðin eru farin.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 3.3.2008 kl. 14:57
Alveg makalaust hvað við leyfum okkur að gera athugasemdir við þróun sem er augsjáanlega í rétta átt. Allar skoðanakannanir sýndu að um 55 til 70% Rússa voru ánægð með eftirmann Putins. Nú höfum við á um 10 til 15 árum séð Rússland rísa upp úr öskustónni og mannréttindi sífellt að aukast. Ég hef á síðustu mánuðum heyrt viðtöl við fjölda íslendinga sem þarna búa og hafa búið. Þeir benda allir á að Rússar hafa í gegnum tíðina búið við ægi vald Keisara, kommúnisma, Stalínisma og þessháttar. Þeir eru fyrst nú á síðustu árum farnir að lykta af lýðræði og það er vel. Við fáum fréttir af málum þarna nokkuð litaðar og ættum að taka vara á þeim. Eins og hvernig Putin þjóðnýti aftur eignir af þeim mönnum sem í raun stálu þeim af Rússum fyrir áratug og rúmlega það.
Það viðurkenna allir að þarna er ekki allt í lagi en það stefnir í rétta átt.
Heyrði í dag viðtal við Hauk fréttaritara RUV í Rússlandi. Hann benti á sem dæmi að hér áður fyrr gat lögreglan farið um og skotið á menn af minnsta tilefni og engin gat neitt gert í því . Nú hafa jafnvel lögreglustjórar verið settir af og mál ganga jafnvel alla leið til Strassborg og hafa verið tekin fyrir þar.
Gefum Rússum tíma. Rússneska þjóðin er sátt við þann sem var valinn.
Magnús Helgi Björgvinsson, 3.3.2008 kl. 21:32
Takk fyrir Magnús. Kemur fyrir að við erum sammála.
Á s.l 2 árum var hagvöxtur í Rússlandi 8%. Sem sagt stóraukin
hagsæld borgaranna auk stóraukið lýðræði sem Rússar hafa alls
ekki vanist gegnum söguna eins og Magnús bendir á.
Þannig. Rússar eru á réttri leið, sem ekki er sumum kannski að
skapi......
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 3.3.2008 kl. 21:42
Ég neita ekki efnahagslegum árangri þar, Guðmundur – en það er eins og franski þátturinn um Rússland Pútíns hafi farið gersamlega fram hjá ykkur. Magnús talar þarna af mikilli ofurbjartsýni, segir að Rússar séu "nú á síðustu árum farnir að lykta af lýðræði" – nú á síðustu árum, Magnús?! Myndirðu kalla það eðlilega kosningabaráttu hér, að stjórnarandstöðunni yrði gert það illmögulegt að kynna sín sjónarmið, ríkisstjórnin eða einn flokkur fengi 17 sinnum meiri fjölmiðlaumfjöllun en allir aðrir til samans, sem og að sumir væru útilokaðir frá framboði (gerðist nú) og valdbeitingu og ógnunum beitt eins og ég ræddi um hér, 3. des., vegna þingkosninganna í vetur? Myndirðu kalla kosningar eftir slíka kosningabaráttu eðlilegar og lýðræðislegar hér á landi eða kannski eitthvað allt annað?
Jón Valur Jensson, 3.3.2008 kl. 22:45
Jón Valur ég er að tala um að þjóð sem hefur ekki kynnst lýðræði áður hefur nú þó nokkuð um sín mál að segja þ.e. hefur fengið lýðréttindi að nokkru. En það tekur tíma fyrir þetta að þróast. Menn hafa þó getað látið heyrast í sér. Við höfum jú heyrt í Kasparov. Hann hefði hér áður bara horfið hægt og hljótt til Síberíu eða bara horfið alveg hér áður. Þetta er þjóð þar sem að fólk hefur ekki vanist þessu. Gefum þessu tíma.
Ég bendi nú á að minni spámenn geta ekki látið mikið til sín í USA nema að þeir eigi ógurlega peningaupphæðir til að kaupa sig inn í umræðuna. Þannig að lýðræðið er skrítið á fleiri stöðum. Það eru bara skoðanir þeirra sem hafa tengsl við peningaliðið þar sem komast á blað.
Ég er samt ekki að afsaka það að þeir hafi haldið stjórnarandstöðunni frá fjölmiðlum en minni á að hér á landi hafa flokkar eins og Frjálslyndislokkurinn,Íslandshreyfingin og fleiri kvartað yfir því að fá ekki tækifæri í fjölmiðlum. Þannig að við ættum kannski að kalla hingað eftirlitsmenn í næstu kosningum.
Magnús Helgi Björgvinsson, 3.3.2008 kl. 23:21
Ég verð nú að taka undir Með Magnúsi Helga í þessari umræðu. Róm var ekki byggð á einum degi og svo verður heldur ekki með lýðræði í Rússlandi.
Fannar frá Rifi, 4.3.2008 kl. 00:03
Það var lýðræði á dögum Jeltsíns og líka eftir marzbyltinguna 1917, sem opnaði leiðina fyrir sósíaldemókratann ágæta Kerenskí að valdastólunum. Lenín var fljótur að ræna því lýðræði af þjóðinni. Raunar komst Dúman, með sínum takmörkuðu, en lýðræðislegu völdum, á þegar á keisaratímanum, eftir stríðið við Japan 1905. Það er því ekki rétt hjá Magnúsi, að Pútín sé að innleiða lýðræðið í Rússlandi. Hann ætti að fylgjast betur með fréttaumfjöllun um þetta í almennilegum fjölmiðlum erlendum. Svör hans við spurningum mínum varðandi aðferðir eins og þær, sem beitt er í Rússlandi í aðdraganda kosninganna í vetur, eru líka allsendis ófullnægjandi og ótrúverðug.
Jón Valur Jensson, 4.3.2008 kl. 01:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.