Öryggisráðið. Nú hefði Ísland legið í því !
4.3.2008 | 00:25
Nánast á sama tíma sem Öryggisráðið samþykkir hertar
refsiaðgerðir gegn Íran, eru íslenzk stjórnvöld með ráðu-
neyrisstjóra utanríkisráðuneytisins að funda með utan-
ríkisráðherra Írans, um stóraukin viðskipti og samvinnu
ríkjanna. Hvernig í ósköpunum hefði þetta getað gengið
væri nú Ísland orðið fulltrúi í Öryggisráðinu? Og hvaða
skilaboð er Ísland að senda í dag með þessum funda-
höldum í Íran ?
Það var Grétar Már Sigurðsson, ráðunerytisstjóri hjá
Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttir utanríkisráðherra sem
fundaði alla helgina með ísrönskum ráðamönnum. Skv.
upplýsingum utanríkisráðuneytisins var rætt um jarðhita-
skóla Háskóla Sameinuðu Þjóðanna í Reykjavík og frekari
samvinnu á sviði jarðvarma. Þá var rætt um að liðka fyrir
viðskiptasamböndum íslenzkra fyrirtækja sem hafa áhuga
á að starfa í Íran. Að sjálfsögðu bar svo framboð Íslands
til öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna á góma. Heldur hvað?
Ekki var þó upplýst hvort Íran styddi það framboð.
Augljóst er að þarna er Ingibjörg Sólrún utanríkisráðherra
komin í hrópandi mótsögn við samþykktir Öryggisráðssins
í dag varðandi Íran.
Hvers konar utanríkisstefna er þetta eiginlega ? Íslenzk
stjórnvöld nánast þverbrjóta samdægurs samþykktir þess
Öryggisráðs sem þau berjast fyrir að Ísland taki sæti í.
Þvílíkt yfirsýn um alheimsmálin!
Enn einn skrípaleikurinn og klúðrið kringum þetta framboð
Íslands til Öryggisráðsins.
Sem sýnir að Ísland hefur EKKERT í þetta Öryggisráð að gera.
Fyrir utan allan milljarðinn sem fer í sukkið !
Þetta er SKANDALL !!!!
Já, þetta er SKANDALL frá a - ö !!!!!!!!!!!
Öryggisráð SÞ herðir tökin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Heilög maría, ef að menn eins og þú væru meirihluti kjósanda hérna, þá værum við að trítla útur torfkofunum okkar í dag. Afhverju í ósköpunum heldur þú að ísland hefði legið í nokkrum sköpuðum hlut fyrst við erum að ræða við Írani um jarðhitaorku. Er það ekki jákvæður hlutur að dreifa þekkingu okkar og reynslu, þó svo að öryggisráðið, sem við eigum fullt erindi í (allavega jafn mikið erindi og austurríki og tyrkland!) sé að samþykkja að herða einhver tök sem eru meiri að segja ekki skilgreind nánari í fréttinni.
Væri okkur, eða einhverjum af þessum 15 þjóðum í ráðinu sitja ekki nær að kenna þeim hvernig hægt væri að framleiða raforku án kjarnorku. Eða eigum við bara að sitja eins og já-manna aumingjarnir sem þú heldur að Íslendingar séu og narta í leifar stórþjóðanna í kringum okkur.
... og Tyrkir eru með stuðning Írana, ekki Íslendingar.
annars bestu kveðjur,
Heimir Hannesson
Heimir Hannesson, 4.3.2008 kl. 02:15
Heimur. Er að vekja athygli á mismunandi skilaboðum stjórnvalda.
Eru að ganga þvert á samþykktir öryggisráðsins, þess ráðs sem þau
vilja að Ísland verði aðili að. Til að vera trúverðugur, verður að vera
einhver heil brú á málflutningi annars vegar og gerðum hins vegar.
Svo er alls ekki í þessu tilfelli. Getum svo haft ótal skoðanir hvort
Íranir eru sérstaklega hjálparþurfi umfram aðra? Þar á meðal OKKAR
sjálfra. Tel að þessum milljarði sem verið er að sólunda í þetta
hégómlega gæluverkefni misvitra stjórnmálamanna varðandi þetta
öruggisráð sé betur borgið í óTAL þörf verkefni hér innanlands,
ekki síst nú eins og útlitið er í efnahagsmálum. En þú mátt hafa
aðra skoðun á því. Sumir eru endalaust að bjarga heiminum en
gleyma sér og sínum.........
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 4.3.2008 kl. 09:42
Þakka þér fyrir þessa góðu færslu.
Er með skoðanakönnun um sama mál
Sigurður Þórðarson, 4.3.2008 kl. 12:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.