Höfundur
Guðmundur Jónas Kristjánsson
Höfundur starfar sem sjálfstæður bókhaldari. REIKNINGSSKIL SF. Í stjórnmálum aðhyllist þjóðleg, borgarasinnuð viðhorf. Er í FRELSISFLOKKNUM. Kristinn.
Netfang gjk@simnet.is
Eldri færslur
- Maí 2018
- Nóvember 2017
- Október 2017
- Ágúst 2017
- Maí 2017
- Febrúar 2017
- Júní 2016
- Maí 2016
- Mars 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- Ágúst 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Nóv. 2024
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Stríðið í Afganistan er RUGL !
4.3.2008 | 13:44
Um 300 þingmenn á afganska þinginu tóku þátt í mótmælum
í Kabúl í dag þar sem Dönum og Hollendingum var andmælt
harðlega fyrir teikningar af spámanninum og hollenskri kvikmynd
um Kóraninn. Var krafist að kalla sendiherra Afganistans heim
frá Danmörku og Hollandi. Í gær gagnrýndi utanríkisráðherra
Afganistans dönsku blöðin harðlega en þá var hann í heimsókn
í Danmörku. Þá hefur hollenska ríkisstjórnin og framkvæmda-
stjóri NATO lýst yfir áhyggjum af öryggi hollenskra hermanna
í Afganistan...
Fyrir hvað er NATO að berjast í Afganistan ? Trúarofstækið
og spillingin í þessu afturhaldssamasta ríki heims er slík
að ekkert virðist við neitt ráðið. Það virðist þurfa margar kyn-
slóðir til að afrugla þetta steinaldarsamfélag. Og þegar þakk-
læti Afgana birtist með þessum hætti eins og ofan greinir,
(sbr.Visir.is) ætti öllum að vera ljóst að NATO á að hætta
afskiptum af Afganistan þegar í stað. Enda NATO komið
langt út fyrir stofnsáttmála sinn og tilgang með stríðreksti
í Asíu.
Íslenzk stjórnvöld eiga að hætta öllum stuðningi við hið
tilgangslausa stríð í Afganistan. - Og koma þeim sjónar-
miðum fram innan NATO að bandalagið hverfi með allan
her sinn frá Afganistan.
Stríðið í Afganistan er RUGL !
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:59 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- fullveldi
- thjodarheidur
- jonvalurjensson
- gustafskulason
- duddi9
- alit
- altice
- andres
- annabjorghjartardottir
- asthildurcesil
- astromix
- axelaxelsson
- axelthor
- bene
- benediktae
- brandarar
- diva73
- doddidoddi
- dramb
- dullur
- ea
- eeelle
- eggertg
- einherji
- emilkr
- esb
- esv
- fannarh
- flinston
- friggi
- gagnrynandi
- gattin
- geiragustsson
- pallvil
- gmaria
- gmc
- godinn
- gp
- gudjul
- gun
- gunnlauguri
- hallarut
- halldorjonsson
- hannesgi
- hlekkur
- hhraundal
- hogni
- hreinn23
- hrolfur
- hugsun
- huldumenn
- hvala
- islandsfengur
- isleifur
- jaj
- jensgud
- johanneliasson
- jonsullenberger
- juliusbearsson
- jullibrjans
- kaffistofuumraedan
- kolbrunerin
- kristjan9
- ksh
- maeglika
- maggiraggi
- magnusjonasson
- magnusthor
- mal214
- mixa
- morgunbladid
- muggi69
- nautabaninn
- nielsen
- noldrarinn
- nytthugarfar
- oddikriss
- olafurthorsteins
- partners
- prakkarinn
- predikarinn
- rafng
- rs1600
- rynir
- samstada-thjodar
- siggisig
- siggith
- sighar
- sigurjonth
- silfrid
- sjonsson
- skessa
- tilveran-i-esb
- skinogskurir
- skodunmin
- skulablogg
- solir
- stebbifr
- sumri
- sushanta
- svarthamar
- thorhallurheimisson
- sveinnhj
- tomasha
- valdisig
- tibsen
- thorsteinnhelgi
- toro
- trumal
- valdimarjohannesson
- vefritid
- veravakandi
- vestfirdir
- vidhorf
- westurfari
- ziggi
- ornagir
- seinars
- zeriaph
- thjodarskutan
- lifsrettur
- auto
- solbjorg
Athugasemdir
Talibanarnir sem við erum að berjast gegn eru lítt spennandi bókstafstrúarmenn. Eitt mega þeir þó eiga og það er að þeir stöðvuðu alla ópíumrækt meðan þeir voru við völd.
Sigurður Þórðarson, 4.3.2008 kl. 14:19
Já. látum önnur lönd brenna í kringum okkur. Rwuanda og Darfur er í lagi svo framarlega sem það snerti okkur ekki.
ég er gjörsamlega ósammála þessu köldu viðhorfi til annarra íbúa þessa heims.
Fannar frá Rifi, 4.3.2008 kl. 19:10
Brenna Fannar? Hefur Afganistan ekki verið að brenna ? Og eldsmaturinn hefur verið það sjálft með dyggum stuðningi bandariskrar heimsvaldastefnu! Tek heilshugar undir sjónarmið t.d
ritstjóra Morgunblaðsins að við eigum þangað EKKERT að gera
og að NATO er á villugötum þarna, enda óralangt komið frá
sínum upprunalega tilgangi. Bandaríkjastjórn er að teyma okkur
þarna á asnaeyrunum eins og í Írak. Komið tími til að stöðva þetta
RUGL!!!
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 4.3.2008 kl. 19:41
Já þetta andskotans RUGL !!!!
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 4.3.2008 kl. 19:42
Og hvert er svo þakklætið? Svokallaðir þingmenn Afganistan efna
til mótmæla auk þeirra utanríkisráðherra gagnvart þeim þjóðum
sem sent hafa hermenn til Afganistans til að reyna að koma bönd á
upplausnarástandið og til hjálpar þeim. Þetta er svo þakklætið!!! Sprengjandi friðargæsluliða í loft upp hvað eftir annað sem eru að reyna að aðstoða þetta lið. Það virðist vera uppskeran fyrir utan þá
gríðarlegu ópíumrækt sem þetta lið virðist eitt kunna....
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 4.3.2008 kl. 19:51
En Guðmundur, ef þínum ráðum og leiðarahöfundarins verður fylgt, þá munu þeir menn einmitt taka yfir Afganistan, sem stunda það að sprengja friðargæsluliða í loft upp. Talibanaríkið verður þá endurreist – og notað sem stökkpallur fyrir öfgaislamisma um alla Mið-Asíu og til annarra landa. Varla viltu það?
Og má ég biðja þig að vera ekki að láta það trufla þig, hvernig Afgönum er við þessar asnalegu myndbirtingar Dananna. Strax í fyrra urðu saklaus nunna í Súdan og saklaus prestur kaþólskur í Tyrklandi fórnarlömb reiði múslimanna; nú hafa blöðin tvö, sem endurbirtu teikningarnar, stofnað á ábyrgðarlausan hátt til viðlíka vandræða (og um leið auðvitað unnið gegn verzlunarhagsmunum Dana) – allt til að "sanna" heimsbyggðinni, að Danir hafa tjáningar- og ritfrelsi. En höfðu þeir ekki þegar sýnt fram á það nógu áþreifanlega fyrir einu ári? Og vissu þeir ekki, að hverju þeir gengju – og kannski ýmsir saklausir í leiðinni – ef þeir endurtækju þessi tilgangslausu strákapör?
Jón Valur Jensson, 4.3.2008 kl. 23:02
Jón Valur. Ef við hér í vesturheimi stöndum ekki fyrst og fremst
vaktina í okkar eigin ranni hvernig heldur þú að okkur vegni vakt-
gæslan annars staðar? Að sjálfsögðu ber okkur HÖFUÐSKYLDA til að
verja ÖLL vistræn gildi og viðhorf, ekki síst hið mikilvæga skoðana-
og tjáningafrelsi. Þess vegna var FULLKOMLEGA sjálfsagt að flestir
fjölmiðlar á Vesturlöndum, þ.á.m hérlendis, endurbirtu þessar myndir af spámanninum, EFTIR AÐ 3 MENN VORU HANDTEKNIR GRUNAÐIR UM AÐ ÆTLA AÐ MYRÐA höfund teikninganna. Það kemur
ekki til greina að við gefum afslátt eða eða sýnum nokkra undan-
látssemi gagnvart þessum öfgafullu íslamistum þegar okkar
vestræni menningararfur er annars vegar. Og það kemur mér
satt best að segja nokkuð á óvart ef þú ert að hallast á þá skoðun
að við eigum að fara að veita slíka afslætti.
Varðandi Afganistan. Ég var í upphafi hlyntur innrás Bandaríkjanna
í Afganistan. Hún átti fullkomlega rétt á sér. En eftirfylgnin hefur
verið skelfileg, nákvæmlega eins og í Írak. Og það skrifast alfarið á
skammsýni Bamdaríkjastjórnar. Í Írak voru allar grunnstoðir sam-
félagsins nánast sprengdar í loft upp af Bandaríkjamönnum. Og lykilmenn og stofnanir sem átti auðvitað að virkja t.d í fráfarandi her, lögreglu og stjórnsýslu var gjörsamlega úthýst. Ef menn skilja ekki regluverkið sem þeir vilja breyta er voðin vís. Þess vegna varð upplausnin í Írak algjör sem enn sér ekki fyrir á endan á. Allt vegna ótrúlegrar skammsýni Bandaríkjastjórnar.
Það sama má í raun segja um Afganistan. En þar hefði þurft að
koma til miklu meiri fjárhagsleg aðstoð frá umheiminum. Henni
var lofað í upphafi en lítið sem ekkert hefur orðið af henni.
Og raunar lítið gert til að kalla eftir henni af því er virðist. Þess vegna er kviksyndið þar eins og það er sbr og í Írak. Samfélags-
þátturinn í báðum ríkjunum virðist algjörlega hafa víkið fyrir
hernaðarþættinum. Á því bera Bandaríkjamenn höfuðábyrgð.
Og meðan ekki er hægt að koma vitinu fyrir þá að svona eigi alls
ekki að standa að málum, sé ég engan tilgang í því að fleirum
sé att á foræðið. Stefnan hefur verið röng í grundvallaratriðum
að mínum dómi, í Afganistan og í Írak. Það sem allflestir sjá nú
og viðurkenna. Nema þá Bush og co og fylgisveinar hans.
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 5.3.2008 kl. 10:37
Vitaskuld vil ég standa vörð um tjáningarfrelsið, en mundu eftir orðum Páls postula, Guðmundur: "Allt er mér leyfiilegt, en ekki er allt gagnlegt." Danir gerðu reginskyssu í því að sleppa þeim lausum, sem sendu teiknaranum líflátshótun, en svo bættu þeir gráu ofan á svart með annarri enn verri reginskyssu: að byrja sama leikinn upp á nýtt með víðtækari myndbirtingu. Það "sannar" enginn né tryggir málfrelsi sitt með því að misnota það til að særa, espa og æsa upp annað fólk með móðgunum og fá alltaf einhverja í leiðinni til að trompast gersamlega og jafnvel vega mann og annan, sem enga sök bar þó á þessari misnotkun tjáningarfrelsisins. Og sannarlega tel ég engan hafa málsfrelsi til Guðlasts hér meðal okkar Íslendinga – og tek það þó skýrt fram, að niðrandi mynd af Múhameð er þó ekkert Guðlast í mínum huga, enda var hann maður, ekki Guð, jafnvel að hans eigin sögn.
Um Afganistan segirðu: "En eftirfylgnin hefur verið skelfileg, nákvæmlega eins og í Írak." – Hvaða ýkjur eru þetta í þér? Ástandið hefur ekki verið gott, en þó miklu friðvænlegra en á mörgum öðrum svæðum heims, og það er ekki nema viðsættanlegar fórnir, sem landið hefur þurft að taka á sig, eftir að talibanaklíkunni var hrundið þar af valdastólum. Skelfingin hefur nær öll verið fólgin í hryðjuverkaárásum útsendara þeirra, og farðu nú ekki að kenna bandalagsherjunum undir fána eða með blessun Sameinuðu þjóðanna um það.
Það er margt verið að vinna til góðs í Afganistan, m.a. í menntunarmálum kvenna og ungra stúlkna, en ég er sammála þér, að heimurinn mætti efna betur loforðin (fjölda landa) um fjárhagsstuðning við endurreisn efnahags landsins.
Með góðri kveðju,
Jón Valur Jensson, 6.3.2008 kl. 01:48
Takk fyrir Jón Valur og þína rökhyggju í þessu sem ég virði mikils
þótt ég sé ekki alveg sammála. Kannski er ég svona mikið þjóðlegt
íhald því ég tek heilshugar undir orð Sörens Espersens, þingmanns
Danska Þjóðarflokksins sem hann sagði í Jótlandspóstinum í gær,
að það væri óásættanlegt að danski herinn verji fasistaríki eins og
Afganistan. Stjórn Karsais forseta Afganistans verði sífellt öfgafyllri,
vilji innleiða sharía-lög, og MINNI MARGT Á TALÍBANA, sem herlið
Nato átti upphaflega að berjast gegn, en ekki fyrir.
Ég ætti kannski heima í Danska þjóðarflokknum Jón Valur ?
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 6.3.2008 kl. 10:37
Nei, frekar í Kristilega þjóðarflokknum, Guðmundur.
Jón Valur Jensson, 6.3.2008 kl. 17:58
Hvar er þakklætið er spurt? Þakklætið fyrir störf af þessu tagi kemur sjaldan frá stjórnmálamönnum í viðkomandi ríkjum, en venjulegt fólk, sem upplifir meira öruggi þegar alþjóðlegt starfslið lætur sig líðan þeirra varða, er oft gríðarlega þakklátt.
Fólk sem býr við aðstæður þar sem mannréttindi eru fótum troðinn upplifir ekki einungis sársaukann yfir því að geta sér ekki um frjálst höfuð strokið, heldur líka einmanaleikann vegna þess að heiminum virðist svo oft vera alveg sama. Þá getur það verið mikill styrkur að hafa fulltrúa frá alþjóðasamfélaginu sem gerir sitt besta til að veita vernd, og staðfestir að sú meðferð sem fólk á þessum stöðum þarf oft að þola sé ekki í lagi.
Auður H Ingólfsdóttir (IP-tala skráð) 7.3.2008 kl. 12:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.