Nýr meirihluti að myndast á Alþingi ?



    Í fréttum RÚV í kvöld kom fram  að Geir H  Haarde forsætis-
ráðherra sagði  á Alþingi  í dag að  framkvæmdir við nýtt álver
geta haft mikil og jákvæð áfrif og aukið hagvöxt við núverandi
aðstæður í efnahagslífinu. Guðni Ágústsson, formaður Framsókn-
arflokksins segir að sú staða geti komið upp að flýta þyrfti fram-
kvæmdum við álver á Bakka og í Helguvík ef samdráttur yrði
skarpur. Grétar Mar Jónsson, þingmaður Frjálslyndaflokksins,
sagði tímabært að hefja framkvæmdir við bæði álverin.

   Allt eru þetta jákvæð viðhorf sem ganga þvert á atfurhalds-
stefnu  Vinstri grænna í  efnahags-og  atvinnumálum. Líka Sam-
fylkingarinnar sem augljóslega ætlar allt að gera til að koma í
veg fyrir  þessar framkvæmdir. En eins og efnahagshorfur eru
í dag myndu slíkar framkvæmdir virka eins og vítamínssprauta
í hratt kólnandi hagkerfi. Þá hefðu síkar ákvarðanir mikil og góð
áhrif á fjármálamarkaðinn, sem er ekki hvað síst mikilvægt.

     Til að halda hér uppi góðum lífskjörum áfram verður þjóðin að
byggja  upp  atvinnulífið  og nýta  þær  orkulindir  sem  þjóðin
hefur yfir að ráða með skynsemi.  Það að Samfylkingin ætli  að
koma í veg fyrir að svokallað íslenzka ákvæðið í Kyoto-samkomu-
laginu  verði endurnýjað þannig að Íslendingar hafi ekki lengur
óskoruð yfirráð yfir eigin orkulindum í framtíðinni er gjörsamlega
óásættanlegt. Og nú í gær var Þórunn Sveinbjarnardóttir umhverf-
israðherra úti í Brussel að meðtaka ESB ráðleggingar um umhverfis-
og loftlagsmálmál. Alvarlegur klofningur er þvi bersýnilega í ríkis-
stjórninni í þessu stórmáli, eins og í svo mörgum öðrum þjóðþrifa-
málum. Vonandi að Sjálfstæðisflokkurinn láti nú reyna á stjórnar-
samstarfið í máli þessu, því hagsmunir þjóðarinnar eru gríðarlegir.

   Á  Alþingi virðist vera að myndast nýr meirihluta um að Íslendingar
hafi óskoruð yfirráð yfir eigin orkulindum í framtíðinni og að þær skulu
nýttar í þágu lands og þjóðar.

  Vonandi fyrirboði þess að hin þjóðlegu borgaralegu öfl fari nú loks 
að vinna saman í íslenzkum stjórnmálum.

  Og það til frambúðar,  Íslendingum til heilla !
  
   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Guðmundur.

Já þetta er athyglisvert og fróðlegt að fylgjast með framvindu mála.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 5.3.2008 kl. 00:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband